Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 1

Réttur - 01.07.1930, Side 1
Dagurinn kemur! Dagurinn kemur! Þið heyrið herbresti nú aí' hugsunum þeirra, sem boða tíðindin góðu. Og líttu upp vinur! Finn hinn svarrandi súg, hann sviftir af augunum ryki og gamalli móðu. Og láttu ekki skelfast, — um skuggadali vors lands fer skúraveður, en þú hefur séð það áður. Það braust um auður í orði hvers frjálsborins manns, sem ok sitt hristi, þó hann væri snauður og háður. Og rjettu bakið! Um ríki veraldar öll hin ráfandi hjörð er orðin að sjáandi mönnum. Og lít hinn mikla flokk, sem gnæfandi fjöll, hann flykkist um stræti í breiðum, skínandi hrönnum. Á daginn týndur, í verksmiðjum heldur hann vörð, hann veltist og skríður, sem ormur í námanna göngum. Á kvöldin frjáls, og hann finnur hann á þessa jörð hvert fley, sem líður, hvert brauðax á kornsins stöng- um. Og sjá hann vex, þessi lifandi, máttugi múr af niönnum, konum, snauðum en stoltum og frjálsum, þeir byggja hann hvern dag í Boston, Finnlandi, Ruhr, er blóðöx harðstjórans ríður að smælingjans hálsum. Þeir bera sem aðalsmark böl sitt og aldalangt tjón; þeir bíta á jaxlinn, sem verstir eru til reika. Þeir veina af kvöl, en hvert kvein ber skjálfandi tón í kórið mikla, er siguróðinn skal leika. 15

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.