Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 3

Réttur - 01.07.1930, Side 3
Straumhvörf. Með ári því, sem nú er að líða, gerast tvímælalaust einhver hin mestu straumhvörf í atvinnu- og stjórn- málaþróun heimsins síðan 1917. Rúman áratug hafa nú auðvaldsheimurinn og ráðstjórnarríkin staðið hlið við hlið, skörp barátta verið háð innan beggja, barátta um stefnu þróunarinnar. í auðvaldsheiminum hefur verið um það barist að endurreisa auðvaldsskipulagið eins fast og traust í sessi, og það var fyrir heimsstyrjöldina síðustu. Allir kraftar borgarastjettarinnar hafa beinst að þessu marki — og alstaðar hefur auðvaldsskipulag Banda- ríkja Norður-Ameríku verið fyrirmyndin, sem kept var að. Með festu þeirri, er að nokkru var sköpuð á ár- unum 1925—27, myndaðist sú trú hjá fjölmörgum auð- valdssinnum að auðvaldsskipulagið væri virkilega búið að yfirvinna »stríðskreppuna«, það ætti enn þá langt þróunarskeið framundan sjer og væri enganveginn endanlega komið á hnignunarstigið eins og kommúnist- ar hjeldu fram. Þessa trú á þróunarmöguleika auð- valdsins aðhyltust sosialdemokratar allra landa einnig og höguðu sjer samkvæmt því. Þessi trú borgaraflokk- anna, einnig hinna sosialdemokratisku, beið nú dóms reynslunnar — og hans var beðið með eftirvæntingu mikilli. í ráðstjórnarlýðveldunum hefur alþýðan háð hetju- lega baráttu, til að reisa við iðnað og atvinnu alla, sem 4 ára heimsstríð og 3 ára borgarastríð höfðu lagt í 15*

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.