Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 6

Réttur - 01.07.1930, Page 6
222 STRAUMHVÖRF [Rjettur Þetta er miðað við enska markaðinn, en sama gildir í öllum hinum auðvaldslöndunum, aðeins undirorpið minniháttar breytingum sakir tolla o. fl. í Þýskalandi var verðvísirinn fyrir iðnaðarhráefni og hálfunnar vörur: í jan. 1929: 101,9; júlí: 96,9; október 95,1; jan. 1930: 90,4. Af verðfalli þessu og »offramleiðslunni«, sem er orsök þess, leiðir það, að fjöldi fyrirtækja hætt- ir að starfa, fjölmörgum námum og verksmiðjum er lokað og verkalýðurinn verður atvinnulaus, en smáu auðfjelögin verða gjaldþrota og eignirnar lenda í hönd- um hringanna fyrir lágt verð. Landbúnaðarkreppan verður þó enn ægilegri í afleið- ingum sínum. Er þar aðallega um hveiti og rúgfram- leiðsluna að gera. Skal nú rekja orsakirnar nokkru nánar. Eftir stríðið höfðu kornlöndin miklu, Bandarík- in, Kanada, Argentína og Australía aukið framleiðslu sína stórum. Sáðflötur þeirra fyrir hveiti og rúg var samlagt 1913 33,6 miljónir hektara, en var 1929 orðinn 49,6. En á sama tíma hafði sáðflötur Evrópu (auk ráð- stjórnarríkjanna) minkað úr 47,9 niður í 45,3 milj. ha. En samtals hafði sáðflötur beggja vaxið úr 81,5 upp í 94,9 milj. ha. Grundvöllur offramleiðslunnar var því augljós og sjest enn betur, ef aðgætt er framleiðslan á hveiti og rúgi í þessum löndum á sama tíma, því hún hefur vaxið um 10%, en fólkinu aðeins fjölgað um 5% og neysla hvers um sig minkað. Það söfnuðust því birgðir fyrir svo sem sjá má af eftirfarandi skýrslu um hveiti-fojða kornlandanna 1. ág. hvers árs.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.