Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 8

Réttur - 01.07.1930, Page 8
224 STRAUMHVÖRF [Rjettur auka auðmagnið í auðkýfingahöndum annarsvegar, en fjölga eignalausum verkalýðnum hinsvegar. Og »ráðið« sem auðvaldið og vísindastofnanir þess prjedika fyrir bændum er harla bágborið. Formaður landbúnaðarnefndar Bandaríkjanna ráðleggur bænd- um »að breytw 5% af akuryrkjulöndum þeirra í skóg- lendi. Það myndi verða stórt spor í áttina til að vinna bug á offramleiðslunni!« (sbr. New York Times, 28. jan 1930). Getur ráðþrot auðvaldsvísinda og auðvaldsskipulags birtst betur en í þessu? Eftir að hafa um áratugi brýnt það fyrir bændum, að rækta landið, heitið þeim verðlaunum fyrir ræktun, prjedikað aukna ræktun í öllum landbúnaðarskólum, — verður nú auðvaldið að ráðleggja bændum að minka framleiðsluna, til að sleppa við »offramleiðslu!« Og það land, sem gengur á undan í þessu, eru Banda- ríkin, þar sem vjelanotkun í landbúnaðinum er komin á hæst stig. Og þetta gerist samtímis, sem miljónir deyja úr hungri í Kína og Indlandi og atvinnuleysingjar, svo tugum miljóna skiftir, ganga soltnir eftir götum stór- bæja heimsins. Þetta var endirinn á »festingu« auðvaldsins eftir stríðið. Þarf greinilegra gjaldþrot auðvaldsskipulagsins, til að sannfæra hvern alþýðumann um að það sje dauða- dæmt. Það vantar aðeins þann, sem framkvæmir dóm- inn, þann, sem tekur við — verkalýðinn. Þótt undarlegt megi virðast hefur sú undirstjett enn ekki verið brýnd svo dugi af auðvaldi heimsins. En atvinnuleysið, sem auðvaldsskipulagið nú býr verkalýðnum, verður vafa- laust sá neisti, sem nægir til að tendra bálið allvíða. f Bandaríkjunum, hinni glötuðu Paradís auðvalds- ins, eru nú um 6 miljónir atvinnulausra, sem einskis styrks njóta. í Þýskalandi eru ‘dy2 miljón atvinnulaus, í

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.