Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 13

Réttur - 01.07.1930, Page 13
Itjettur] STRAUMHVÖRF 229 fjötur á þróun atvinnulífsins og alls mannfjelagsins — fjötur, sem annaðhvort kyrkir athafnalífið eins og framleiðsluhindrunin þegar ber vott um, eða verður að sprengjast — og verkalýðurinn mun sprengja hann. Úrræði wuðvaldsins ocj stríðshættan. Hver ráð reynir nú auðvaldsstjettin til að bjarga sjer úr þessum vanda? Frá sjónarmiði hvers einstaks auðmanns virðist kreppan stafa af því, að rekstur hans sje of dýr, stand- ist ekki samkepnina við þá, sem framleiða í stærri stíl og þessvegna ódýrar. Hver einstakur auðmaður eykur því framleiðsluna eins og hann frekast getur, — ein- mitt þegar hagsmunir auðvaldsstjettarinnar sem heild- ar eru þeir að minka framleiðsluna. Þetta úrræði hvers einstaks atvinnurekanda verður því einmitt til að auka kreppuna, herða á verðfallinu, fullkomna öngþveitið, sem auðvaldsskipulagið hjer kemur sjálfum »drotnur- um« sínum, auðmönnunum, í. Frá sjónarmiði auðmannastjettar hvers lands virð- ist kreppan stafa af því, að markaðurinn sje of lítill. »Ráðið« verður því að auka útflutninginn, vinna nýja markaði. Og einmitt þetta ráð er nú lofsungið sem eina bjargræði auðvaldsins, jafnt í Ameríku, Þýskalandi, sem Englandi. Bandaríkin búa sig undir miskunnar- lausa árás á alla erlenda markaði, stórframleiðslan og penmgamagnið á nú að ryðja vörum þeirra alstaðar braut. Þýskaland verður að herða alt hvað af tekur á útflutningnum, til að geta greitt upphæðir þær, sem Young-samþyktin leggur þeim á herðar. England knýr jafnvel með lögum hina sundruðu kolasala, til samein- nigar í hring, til að geta hert á markaðssamkepninni uni kolin — og eins er farið að í öðrum framleiðslu- SíTeinum. ' Afleiðingin er sú, að samkepnin á heimsmarkaðinum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.