Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 18

Réttur - 01.07.1930, Page 18
234 STRAUMHVÖRF [Rjettur kommúnismann, þegar á þarf að halda, og »þrælalög- in« bresku, sem Macdonaldstjórn ensku sosialdemo- kratanna beitir eftir að íhaldið hefur komið þeim á, — þau eru hvortveggja valin til að tryggja heimalöndin, meðan stríðið er háð á landamærunum eða eystra við Rússland. Og þar sem auðvaldinu þykir mikið á ríða, skirrist það ekki við að grípa til annara eins ráða og þeirra að útrýma heilum kynslóðum byltingarmanna og verka- lýðs, svo sem gert hefur verið í Búlgaríu, Rúmeníu og ítalíu. Hámarkinu nær stríðsundirbúningurinn í samningum um hernaðarbandalag og í því að byrgja árásarríkin að vopnum. Samningar um hernaðarbandalag eru nú þegar gerð- ir milli Póllands og Rúmeníu, Póllands og Frakklands. Póllands og Tscheckoslowakíu, Frakklands og Rúm- eníu, Englands og Eystrasaltslandanna o. fl. 1 samn- ingum Frakka og Pólverja, skuldbindur Frakkland sig til að byrgja Pólland að vopnum, tryggja með flota sínum vopnaflutning til Póllands og ef nauðsynlegt sje að senda her til hjálpar. Ennfremur skuldbindur Frakkland sig til að segja Þýskalandi stríð á hendur og ráðast á það, ef það blandi sjer í deilu Rússa og Pól- verja. Og eftir þessu eru hinir samningarnir. Af vopnum og hergögnum hefur allur aragrúi verið fluttur inn til landamæraríkja RB. T. d. hefur Pólland á árunum 1923—29 fengið frá Frakklandi 150000 byssur, 5000 vjelbyssur, ca. 1000 fallbyssur, ]/2 miljón skota, 2000 flugvjelar, 25 tanka og fleira. Vígbúnaður auðvaldsríkjanna gegn Rússlandi sjest best ef hann er borinn saman við rauða herinn. Herir auðvaldsríkjanna sem að Rússlandi liggja eru á friðartímum:

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.