Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 31

Réttur - 01.07.1930, Page 31
Rjettur] MARXISMINN 247 hlutnum. Hvað verðmæti er verður aðeins séð út frá þeim sjónarhól, er heild íelagslegra framleiðsluhátta ákveðins þjóðfélags skapar, og af þeim samböndum, er birtast í vöruskiftunum, sem endurtakast og fara fram í milljarðatali. Sem verðmæti er varan aðeins »ákveðin heild fastrunnins vinnutíma«. Eftir rækilega og nákvæma skýringu á tvíeðli þeirrar vinnu, er birtist í vörunum, tekur Marx að skýra verðmyndir og pen- inga. Marx gerir hér að aðalviðfangsefni sínu að rannsaka hvernig peningarnir verða að verðmynd, hvernig vöru- skiftin hafa þróast í sögu mannanna frá einföldum vöruskiftum, sem komin hafa verið undir tilviljun (»einfaldar, einstæðar eða tilfallandi verðmyndir«: á- kveðinni stærð einnar vöru er skift gegn ákveðinni stærð annarar) allt til hinna almennu verðmynda, þar sem allmörgum ólíkum vörum er skift gegn einni á- kveðinni vöru, allt til þess, er verðmætið tekur á sig peningamynd og gull verður almennt jafngildi þessar- ar ákveðnu vöru. Peningarnir, — sem eru seinasta framleiðsla og æðsta mynd þróunarinnar í skiftaverzl- un og vöruframleiðslu, — þeir hylma yfir og dylja fé- lagseðli einstaklingsvinnunnar og hið félagsiega sam- band milli einstakra framleiðenda, er sameinaðir eru af markaðinum. Marx skýrir sérstaklega nákvæmlega hin ýmsu og ólíku starfssvið peninganna. Það er því sérlega mikilvægt hér (eins og yfirleitt í fyrstu köfl- iini »Auðmagnsins«) að taka fram, að hin sérstæða og nimenna lýsing, sem jafnvel stundum virðist hrein út- listun, er í raun og veru stórvaxið samsafn staðreynda til sögu þróunarinpar á vöruskiftum og vörufram- leiðslu. »...Peningarnir... koma þá fyrst til skjalanna, er viss þróun vöruskiftanna hefir átt sér stað. Hinar einstöku fjármyndir: einbert vörujafngildi eða umferðarfé, gjaldeyrir, fjársjóðir og alheimsfé, benda, alt eftir mismunandi víðtæki og raunveruleg-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.