Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 42

Réttur - 01.07.1930, Side 42
258 MARXISMINN [Rjettur hraðar og hraðar og kemur sérsaklega greinilega í Ijós á aldarhelmingnum, frá því, er Marx féll frá, í vexti stóriðjunnar, samböndum, samlögum og hringum auð- mannanna (Kartel, syndikat og trust) og jafnframt í risavöxnum viðgangi og valdi banka- og fjármálaauð- magnsins. Allt þetta myndar aðal-efnalega grundvöll- inn fyrir sosialismann, svo að hann hlýtur óhjákvæmi- lega að nálgast. Hið andlega og siðferðilega hreyfiafl þessarrar byltingar, sá, sem höndum og heila knýr hana fram, það er verkalýðurinn, þjálfaður í skauti auðvaldsins sjálfs. Barátta hans við borgarastéttina, sem kemur fram í mismunandi myndum, sem sífelt verða inntaksmeiri, verður óhjákvæmilega að pólitískri baráttu, sem stefnir að því, að verkalýðurinn taki hið pólitíska vald í sínar hendur (alræði öreiganna). Fé- lagsnýting vinnunnar hlýtur að leiða að því, að fram- leiðslutækin verða eign þjóðfélagsins og hefir því í för með sér »að eignaræningjarnir verða eignum rændir«. Geysilegur vöxtur í framleiðslugetu vinnunnar, stytt- ing vinnudagsins, sköpun fullkominnar, félagslegrar samvinnu í stað leifa og rústa hins frumræna, dreifða smáreksturs, — það yrði hin beina afleiðing þessarrar breytingar. Auðvaldið slítur algerlega sambandið milli iðnaðar og landbúnaðs. En á hæsta þróunarstigi sínu leggur það þó drög að nýjum þáttum til að endurnýja þetta samband, til að sameina iðnað og landbúnað á grundvelli nýtingar vísindanna, sameiningar félags- legrar vinnu og nýs búsetuskipulags mannanna (af- nám sveita-auðnar og -einangrunar og menntunarleys- is, og hinsvegar afnám óeðlilegrar samþjöppunar manngrúans í stórborgunum). Á hæstu þróunarstigi nútíma-auðvaldsins eru einníg lögð drög til nýs fyrir- komulags fjölskyldunnar, nýrra lífshátta konunnar og nýs uppeldis vaxandi kynslóða. »Hve skelfileg og viðbjóðsleg sem upplausn gamla fjölskyldu- lífsins virðist innan auðvaldsskipulagsins, þá skapar þó stór-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.