Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 46

Réttur - 01.07.1930, Side 46
26á MARÍISMINN [Rjettur framt tillit til hins raunverulega þróunarstigs þessa þjóðfélags, sem og víxláhrifa milli þess og annara þjóðfélaga getur verið grundvöllur að réttri baráttu- högun framsækinnar stéttar. — Þá verður litið á allar stéttir og öll lönd, ekki frá sjónarmiði ástands, heldur hreyfingar, það er að segja ekki í kyrrstöðu, heldur hreyfingu. (En lögmál hreyfingar eða kyrrstöðu eiga rót sína í atvinnulegum lífsskilyrðum hverrar stéttar). Hreyfingin verður aftur á móti eigi aðeins skoðuð frá sjónarmiði liðins tíma, heldur og framtíðarinnar, eigi með yfirborðsskilningi þróunarsinna (evolutionista), er aðeins sjá hægar breytingar, heldur frá sjónarhól þróunarspekinnar (dialektikinnar), sem sýnir »...að í svo víðtækri og- langri þróun eru tuttugu ár sem einn dagur, enda þótt þeir dagar geti á eftir farið, sem fela í sér tuttugu ár. (»Bréfaskifti, 3. bindi, bls. 127). Á sérhverju þróunarstigi og hverju augnabliki verð- ur baráttuhögun öreiganna að taka tillit til þessarar hlutlægu, óhjákvæmilegu þróunarspeki mannlegrar sögu, annarsvegar með því að nota hana til að þroska og þjálfa vitund, kraft og baráttugetu framsækinnar stéttar á þeim tímum þegar kyrrstaða ríkir í stjórn- málum og þróunin gengur sinn svokallaða »friðsam- lega« snígilgang og hinsvegar með því að beina allri þessari þjálfun að endamarki hreyfingar ákveðinn- ar stéttar og til þess að gera hana færa um að leysa þetta stórvægilega verkefni á þeim miklu dögum »er feli í sér tuttugu ár«. Tvenn ummæli Marx um þetta efni eru sérlega mikilvæg. Eru önnur í »Eymd heim- spekinnar« um hina atvinnulegu baráttu og skipulagn- ingu verkalýðsins, hin í »Kommúnistaávarpinu« um hið pólitíska verkefni öreiganna. Sú fyrri hljóðar á þá leið: »Stóriðjan hrúgar saman á einn stað fjölda fólks, sem eigi þekkist sín á milli. Samkeppnin skiftir því eftir hagsmunum þess. En viðhald launanna, þetta sameiginlega. hagnaðarmál

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.