Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 47

Réttur - 01.07.1930, Side 47
Rjettur] MARXISMINN 2fi3 verkalýðsins gagnvart húsbændum og meisturum, tengir hann saman í sameig'inlegri hugsun um mótstöðu, — tengir hann í bandalag.... Svo skapast flokkar úr samböndum, er fyrst voru einangruð, en gagnvart hinu sísameinaða auðmag-ni skiftir enn meira máli að halda uppi félagsskapnum en laununum. í þessari baráttu, sem er hrein borgarastyrjöld, sameinast og þroskast öll öfl fyrir komandi úrslitahríð. Þegar bandalagið er komið á þetta stig, fær það pólitískt eðli«. Hér getur að líta stefnuskrá um högun hinnar at- vinnulegu baráttu og verklýðshreyfingarnar nokkra áratugi fram í tímann, stefnuskrá um hið langa undir- búningstímabil, sem á að þroska krafta öreiganna »fyrir komandi orrahríð«. Við þetta skyldu bornar saman hinar mörgu tilvísanir Marx og Engels til ensku verklýðshreyfingarinnar. Þar benda þeir á hvernig vel- megun iðnaðarins skapar tilraunir til að »kaupa verka- lýðinn« (»Bréfaviðskifti« 1. bindi, bls. 136) og leiða hann frá stéttarbaráttunni og hvernig velmegun þessi yfirleitt »spillir« verkalýðnum. Þeir benda á hvernig enski verkalýðurinn »verður borgaralegur, svo að þessi þjóð, (þ. e. Englendingar), sem er borgaralegust allra þjóða, virðist ætla að komast á það stig, að eiga auk borgarastéttarinnar borgaralegan aðal og borgaraleg- an verkalýð« (II. bindi, bís. 290). Þeir sýna oss hvernig »hinn byltingasinnaði kraftur« eimist burt úr verka- lýðnum og hvernig þess verður að bíða um lengri eða skemmri tíma, að enski verkalýðurinn geti losað sig við þessa borgaralegu smittun. Þeir sýna oss hversu ensku verkalýðshreyfinguna skorti algerlega »eldmóð frumkristninnar« (1866 III. bindi, bls. 305) og hvernig ensku verkalýðsforingjarnir verða einskonar »blend- ingur« milli hinna róttæku borgara og verkalýðsins (Um Holylake IV. bindi, bls. 209) og hvernig »the Bri- tish workingman (enski verkamaðurinn) vilja eigi fara lengra, vegna einokunaraðstöðu Englands, svo lengi sem hún eigi verður rofin (IV. bindi 433). Hög- un hinnar atvinnulegu baráttu í sambandi við almenn-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.