Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 55

Réttur - 01.07.1930, Page 55
Rjettur] ALÞJÓÐASAMHJÁLP VERKALÝÐSINS 271 unnar með því að lækka kaup hennar. Þar af leiða kaupdeilur og sennilega verkföll, sem einasta nauðvörn verkalýðsins. Það má því ekki seinna vera, að ASV er stofnað hér á landi. Verkefnin eru mýmörg og knýjandi þörf að hefjast handa. Félaginu hefir verið vel tekið og það hefir þegar sýnt gagnsemi sína. Nú er bráðnauðsynlegt að stofna sem víðast deildir, og að öll verklýðsfélög gangi í ASV sem heild. Fjárhagslega kostar það þau ekkert teljandi, 10 aura af meðlim á ári, en félagslega er það þýðingarmikið, að samúðin og samvinnan sé sem víðtækust og öflugust. Ingólfur Jónsson. Log fyrir Alþjóðasamhjálp verkalýðsins, íslandsdeildina. 1. grein. Félagið heitir Alþjóðasamhjálp verkalýðsins, ís- landsdeildin, og skammstafast: A. S. V. íslandsdeildin (A. S. V. í.). 2. grein. Félagið er deild úr alþjóðasamhjálp verkalýðsins og lýtur lögum þess. Hlutverk þess er sem segir í lögum ulþjóðasamhjálparinnar: að hjálpa eftir megni allstað- ar. þar sem almenn hætta er á ferðum fyrir alþýðu, hvort sem sú hætta er hungursneyð, stjórnarfarslegt eða annað þjóðfélagslegt böl. Og þar sem alþýðuveldið íússneska er öflugasta stoð og stytta alþýðu um heim allan, leitast A. S. V. í. við af fremsta megni að styðja

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.