Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 76

Réttur - 01.07.1930, Side 76
292 BYLTINGARHREYFINGIN í KÍNA [Rjettur undantekningarlaust. Ráðin eru þessvegna hinar mátt- ugustu pólitísku valdsstofnanir, sem verkalýður og bændur geta átt. Reynsla sú, er menn hafa af ráð- unum, hefir líka sýnt ljóslega, hvílíkur kynjakraftur er í þeim fólginn, er þau hafa iagt að velli ramelfd em- bættismanna- og aðalsríki, eins og hið gamla Rússland keisarastjórnarinnar. * Það er þessvegna engin tilviljun, er verkamenn og bændur í Kína mynda með sjer ráðstjórn til þess að festa vald sitt í sessi í hinum hernumdu hjeruðum sín- um og til þess að færa út kvíarnar, er þeim vex fiskur um hrygg. Þeir finna best sjálfir, hvaða vopn bíta best á hina innlendu og erlendu harðstjóra og kúgara. Hvernig beita hinir byltingarsinnuðu bændur og verkamenn ráðstjórnarvaldi sínu? Þeir beita því í þágu hinna arðrændu, í þágu allrar vinnandi alþýðu. Þeir svifta stórjarðeigendur og aðalinn jörðunum og skifta þeim upp á milli fátækra bænda. Þeir lækka alla skatta, öll jarðarafgjöld, brenna skuldasamningum og gera að engu leigumála og því um líkt. Þeir leggja fyrstu drög að menningar- og uppfræðslustarfsemi. Þeir koma á átta stunda vinnudegi og tryggingarlöggjöf. Á þann hátt ganga þeir í berhögg við hagsmuni jarðeigend- anna og auðvaldsins. Á þann hátt uppfylla þeir hávær- ustu kröfur bændanna og auka elda stjettabaráttunnar í landinu og skapa þannig skilyrðin fyrir áframhalds- þróun hins byltingarsinnaða lýðræðis verkamanna og bænda yfir í alræði öreiganna — yfir í verkalýðsbylt- ingu. Ráðstjórnarkreyfmgin í Kína og nýlenduuppreistir Asiu. Miljónaþjóðir Asíu, sem erlent auðvald hefir arð- rænt og fjeflett óáreitt áratugum saman, eru nú loks- ins farnar að rumska. Þær láta ekki lengur reita af sjer blóðfjaðrirnar með jafn lostugri ánægju og áður.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.