Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 77

Réttur - 01.07.1930, Side 77
Rjettur] BYLTIN GARHRE YFIN GIN 1 KÍNA 293 Þær eru vaknaðar til meðvitundar um það, að eina ráð- ið til að losna undan ánauðaroki bins erlenda auðvalds er barátta, barátta með vopni í hönd. Allur þessi múg- ur, sem virtist fyrir nokkrum árum lifa sinnulausu móklífi Austurlanda, hefir nú snögglega risið upp og sagt hinum erlendu drotnurum stríð á hendur. Hvar er sú þjóð Asíu, sem ekki hefir gripið vopn í hönd á móti erlendum böðlum, hvar er sú þjóð Austurlanda, sem ekki er í uppreisn? Hún er hvergi til. Allar hrista þær hlekkina, allar reyna þær máttarviðina í heims- byggingu auðvaldsins. Indland logar í uppreist, og breska »jafnaðarmannastjórnin« á fult í fangi með að lægja bálið. Engin ráð duga, hvorki góð nje ill, til að hefta hina austurlensku uppreisnarhreyfingu. Indó- Kína rís hvað eftir annað upp til að losa sig við járn- greipar hins franska imperialisma. Og Kína sjálft hefir hafið upp merki ráðstjórnarvaldsins til ögrunar öllu heimsauðvaldinu. Öll Asía er orðin alelda í báli byltingarinnar, og enginn mannlegur máttur fær slökt það bál. Ráðstjórnarhreyfingin í Kína verður til þess að æsa eldana enn meira. Hún gefur öðrum þjóðum Asíu for- dæmi um, hvernig þær eiga að skipuleggja baráttu sína. Hún innleiðir tímabil ráðstjórnarvaldsins í Asíu. Hver einasti sigur ráðstjórnarvaldsins í Kína mun end- uróma um alla Asíu. Hver einasta uppreisnarþjóð Asíu mun herða á baráttu sinni við sigurför ráðstjórnar- valdsins kínverska. Drotnarar Asíu, auðvald Evrópu og Ameríku, vita ósköp vel, hvílík hætta valdi þeirra stafar frá ráð- stjórnarhreyfingu Kína. Þeir vi'ta, að með uppkomu ráðstj órnarvaldsins í Kína eru uppreistir Asíuþjóða komnar á nýtt þróunarstig — þróunarstig hins bylting- arsinnaða lýðræðis verkamanna og bænda, sem er und- anfari öreigaalræðisins. Stórveldin hafa líka verið við- bragðsfljót í Kína, er þau sáu, hver hætta var á ferð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.