Réttur


Réttur - 01.07.1930, Page 78

Réttur - 01.07.1930, Page 78
294 BYLTINGARHREYFINGIN I KÍNA [Rjettuv um. Franska auðvaldið sendi herflugvjelar frá Indó- Kína, inn yfir landamæri Suður-Kína, er vörpuðu sprengikúlum á þau hjeruð, sem voi’u á valdi hinna byltingarsinnuðu verkamanna og bænda. Því hefir runnið blóðið til skyldunnar, er það sá í hvílíkum nauð- um Nankingstjórnin var. Og þá gerði ekki svo mikið til, þótt hjer væru brotin alþjóðalög á Nankingstjórn- inni sjálfri, þar sem farið var herför inn í land, sem var hennar að nafninu til. Og þegar rauði herinn tók Tschangscha herskildi, sigldu stórveldin herskipum sínum upp eftir Jangtsekiang-fljótinu og skutu á bylt- ingarher bænda og verkamanna. Ræðismaður Banda- ríkjanna í Kína boðaði strax til ráðstefnu með öllum sendiherrum stórveldanna, til þess að ræða um hvaða ráðstafanir skyldi gera til að brjóta á bak aftur ráð- stjórnarhreyfinguna. Það má því ganga að því vísu, að stórveldin munu neyta allra bragða til að bæla niður þessa hreyfingu, sem veldur auðvaldinu slíkra áhyggja og eykur erfiðleika þess í Asíu um allan helming. En þá kemur til kasta verkalýðsins í auðvaldslöndunum. Þá er það undir honum komið, hvort hann ætlai' að þola það, að stjettarbræður hans í Kína verði enn á ný fórnardýr á blótstöllum auðvaldsins, hvort hann ætlar að sameina sig kínverskri alþýðu eða horfa af- skiptalaus á nýja refsiför, nýja »Húnaför« auðvalds- íns á hendur hinum fórnfúsa og hugprúða vinnandi lýð Kína. Siglufirði 30. ágúst 1930. Sverrir Kristjwnsson.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.