Réttur


Réttur - 01.07.1930, Side 86

Réttur - 01.07.1930, Side 86
302 INDLANB [Rjettur standið ekki glæsilegt. Lestrarkunnátta var þó nokkuð almenn í þá daga og skólakennarar í þorpum. Nú kunna aðeins 14,4% karlmanna og 2% kvenna að lesa og skrifa, samkvæmt upplýsingum Simon-nefndarinn- ar. í þremur þorpum af hverjum fjórum er enginn skólakennari. Þessar staðreyndir sýna best »hag« þann, sem ind- verska þjóðin hefir af yfirráðum Breta. Þá er því haldið fram af blekkingarnefnd þessari, að í Indlandi sje aragrúi fjandsamlegra kynstofna og trú- arbragðaflokka, sem myndu eiga í sífeldum innbyrðis styrjöldum, ef Bretar hjeldu þeim ekki í skefjum. í einni af blábókunum*) má lesa sömu lexíuna, frá löngu liðnum tímum, er Bretar börðust um yfirráðin í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Þar er skýrt frá því að Bandaríkin sjeu ófær um að stjórna sjer sjálf, vegna þess að þau byggi aragrúi fjandsamlegra þjóða og trú- flokka. »i New York borg eru um það bil 100 mismun- andi þjóðflokkar«, stendur þar. Hvað myndi nú sagt, ef einhver Englendingur hjeldi því fram, að Bretar yrðu að taka að sjer stjórnina í Bandaríkjunum, vegna þess að Bandaríkjamenn væru ekki færir um að stjórna sjer sjálfir sökum sundurlyndis trúflokka og þjóð- f lokka ? En það sem gerir þessa »röksemd« bæði hjákátlega og viðurstyggilega, er að Bretar hafa lagt alla stund á að æsa Múhameðstrúarmenn og Hindúa í Indlandi hvora gegn öðrum, og þrásinnis breitt út hinar fárán- legustu lygar til að stofna til blóðbaða. Hið gamal- kunna fangaráð »deildu og drottnaðu« hafa þeir óspart notáð. Múhameðstrúarmenn hafa verið látnir bæla nið- ur uppreistir Hindúa, og Hindúar uppreistir Múha- meðstrúarmanna. En stjettabaráttan hefir kent ind- verskri alþýðu að sjá við brögðum fjandmannanna. *) Svo eiu opinberar skýrslur og nefndarálit Breta kolluð.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.