Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 1

Réttur - 01.05.1932, Page 1
VÉR ÁKÆRUM ÞRÆLAHALDlÐ Á ÍSLANDI 1932. Fyrir eyrum okkar deyja út hljómar gullhamranna frá þinghátíðinni 1930 um hina sjálfstæðu, farsælu ís- lenzku þjóð, slagorðin „frjálsir menn í frjálsu landi“, stóryrðin um „jafnrétti allra fyrir lögunum“ — og til okkar berast grátur og kveinstafir frá „þrælum“ ís- lenzka ríkisins á 20. öld. Enn er sveitaflutningur í lögum á íslandi og nú þeg- ar hver hreppur þykist þurfa að spara, á sparnaðurinn auðvitað að koma fyrst og fremst niður á þeim, sem ekkert eiga, á þeim, sem neitað er um allt, nema að tóra og þræla, á „sveitarómögunum“ (ekki þeim ríku og iðjulausu). Þeir eru nú heimtaðir heim úr sveitum þeim, sem þeir hafa dvalið í, til þess að hola þeim niður á sem ódýrastan hátt, svelta þá enn meir en áður og særa í hvívetna. Okkur birtast nokkrar myndir úr lífi og kjörum þess- ara fátæklinga. Gamall maður situr grátandi á rúmstokk sínum í Reykjavík. Hann er heimtaður nauðugur fluttur s ^ ” flutningi til ísafjarðar, á „sinn hrepp“. Hann vill ekki fara og „sveitarflutningurinn“ hefir hangið yfir höfði hans sem Damoklesarsverð dögum og vikum saman. Það hefir tekið svo á taugar hans að við frásögnina af meðferðinni getur hann ekki tára bundist. Svo meðfar- inn er hann, að jafnvel eftir að sveitarflutningnum fyrir aðgerðir atvinnuleysingjanefndarinnar í Reykja- vík er afstýrt, — þá biður hann kommúnistann, sem heimsótti hann, að koma endilega oftar eða láta líta til .sín. 65

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.