Réttur - 01.05.1932, Page 4
um kjallaraíbúðum eða illum þakherbergjum. Þeir
hafa þjást og liðið af fátækt og neyð. Þeir hafa farið á
mis við flestöll þau gæði, sem lífið hefir að bjóða. Þeir
hafa pínst atvinnulausir af áhyggjunum fyrir morgun-
deginum og soltið heilu hungri, áður en þeir loksins létu
undan og leituðu til sveitarinnar. Og síðan hafa þeir
þolað allar svívirðingar fátækrafulltrúa og frekra skrif-
stofumanna, unz þjóðfélagið kórónar eymd þeirra með
sveitarflutningnum, tortímingu síðustu leifanna af
persónufrelsi þeirra.
Þessir menn hafa ekki stolið miljónum, rænt ekkjur
og munaðarleysingja, gefið falsaða reikninga, framið
sviksamleg gjaldþrot né þegið mútur af erlendum auð-
félögum, — enda myndu þeir þá í hávegum hafðir og
settir í hefðarsæti. Þeirra glæpur er — fátæktin, neyð-
in, skorturinn. Þess vegna er þeim hegnt svo þungt með
svifti persónulegs frelsis.
Hvað á þetta lengi að ganga?
Er allt, sem barist hefir verið fyrir mannúð í heim-
inum, unnið fyrir gíg — hvað ísland 20. aldarinnar
snertir ?
Er þetta árangurinn af 1000 ára boðun réttlætis og
bróðurkærleika á íslandi?
Hvar eru nú þeir, sem einhverntíman hafa þorað að
hefja rödd sína gegn þeim, sem níðast á smælingjun-
um, á þeim varnarlausu í þjóðfélaginu?
Hvar er nú, sá, er forðum reit söguna „Vistaskifti“ í
„Smælingjum“, og lýsti átakanlegast þjáningum „sveit-
arómagans“ og níðingsskap valdhafanna.
Hví þegir hann nú?
Er engin mannúð, engin tilfinning lengur til í ís-
lenzku miðstéttunum, að þær skuli láta þessar svívirð-
ingar viðgangast mótmælalaust?
Hvar eru nú arftakar og aðdáendur Gests Pálssonar
og Þorsteins Erlingssonar, andstæðingar hræsninnar
og forvígismenn smælingjanna, til að afhjúpa og húð-
68