Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 17

Réttur - 01.05.1932, Side 17
lcosinn var formaður sendinefndarinnar, var kosinn af verkalýð Isafjarðar á almennum fundi og kostað- ur af bæjarstjórn kaupstaðarins, og Marteinn Björns- son kosinn og mestmegnis kostaður af járniðnaðar- mönnum Reykjavíkur. Pólitískt voru nefndarmenn af öllum flokkum, 2 sjálfstæðismenn (3. og 9.), 1 framsóknarmaður (4.), 2 sosialdemokratar (2. og 7.), og 2 kommúnistar (8. og 10), hitt voru flokksleysingjar. Áður en nefndin hélt á hafið kvaddi verkalýður Reykjavíkur hana á fjölmennum fundi og eins voru ræður haldnar við skipsfjöl, er haldið var af stað. I Hamborg lá við að nokkrir nefndarmenn yrðu höndum teknir, sökum ofsókna lögreglunnar gegn róttækum verkalýð. I Berlín mætti nefndin á voldug- um fundi, sem Rússlands-sendinefndir frá fjölmörg- um löndum héldu með verkalýð Berlínarborgar. Var -síðan haldið yfir Pólland til rússnesku landamær- anna. Hófst þar 14. okt. förin um hið volduga nýja ríki sósialismans. Skrifuðu nefndarmenn dagbækur um förina og er heim kom var ritara nefndarinnar, Marteini Björnssyni, falið að semja skýrslu nefndar- innar og liggur hún nú fyrir í handriti. En kostnaðar- ins vegna hefir ekki verið hægt að gefa þessa skýrslu út enn. Hinsvegar hefir „Réttur“ góðfúslega fengið að styðjast við þessa skýrslu í þessari litlu frásögn sinni af förum sendinefndarinnar. Um móttökurnar á landamærastöðinni, Negoreloje, farast ritara nefndarinnar þannig orð: „Þrátt fyrir að flokkurinn var orðinn þreyttur af hinni löngu ferð í hörðum vögnum, var nú sem nýtt líf færðist í hvert mannsbarn. Menn biðu með óþreyju eftir að lestin staðnæmdist og leyft yrði að stíga af. Eftir fáar mínútur stóðum við á rússneskri jörð, um- kringdir af mörgum hundruðum verkamanna og kvenna, sem safnast höfðu saman á járnbrautarstöð- inni til að bjóða okkur velkomna. Síðan var gengið í skrúðgöngu undir söng og hljóðfæraslætti til húss þess, er aðal móttakan átti að fara fram í. 81

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.