Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 22

Réttur - 01.05.1932, Side 22
inni. Neðarlega á stofn trésins er fest eirplata og á hana er skráð saga staðarins, í aðal-atriðum. Það var árið 1920, er hvítliða árásirnar á verka- mannaríkið voru sem ákafastar, að 27 manna deild úr „Rauða hernum“ var sett til að halda vö.rð um göngin gegnum f jallið, því að búist var við að hvítliðar myndu reyna að brjótast þar suður yfir, en það var eina leiðin sem þekktist, yfir fjallið. Þegar hvítliðar fréttu að her- vakt væri við göngin, urðu þeir að hverfa frá áformi sínu, en af einhverjum ástæðum hittu þeir ábóta klaust- ursins áður nefnda, og sögðu honum vandamál sín. Þessi gamli guðsmaður kvað lítinn vanda að komast að baki varðmönnum og króa þá inni. Hvað þeim hefir farið meira á milli getur sagan ekki um, en eitt er víst að hvítliðum var vísað á leynistíg einn yfir fjallið. Hversu miklu verði þeir hafa keypt leiðsögnina er ekki gott að segja, en trúlegt er að hinn æruverði faðir hafi fengið nokkra skildinga hjá þeim. Hermennirnir voru allir drepnir upp við fyrnefnt tré. Sagt er að þeir hafi verið skotnir, en skotfæri voru dýr og bjargið er ískyggilega hátt. Líkunum var hrundið niður í gljúfrið fyrir neðan. Það lítur svo út sem níðingsverkið hafi hrunið á trénu, því á því vaxa engin blöð, heldur er það þakið grænni mosaslepju, sem er aðseturstaður orma og skor- kvikinda. Það minnir á kapitalismann í andarslitrun- um“. Er nefndin hafði þannig fengið nokkra hugmynd um hina furðulegu náttúru Kaukasus, þjóðfélagsleg skilyrði hinna mörgu þjóðflokka þar fyrr og nú og skygnst nokkuð aftur í tímann til að sannfærast um hina stór- fenglegu breytingu og alla þá fórn, er hún hafði kostað, — var nú haldið norður á bóginn aftur, yfir námuhér- aðið mikla Don-Bass í Ukraine, gegnum stórborgina Charkov og til Moskva. Lýsir ritari nefndarinnar útsýn- inu í Donhéraðinu þannig: „Með fram brautinni, svo langt sem augað eygir, rísa margskonar stórvaxin iðjuver. Fjallháir kolahaugar, sem grafnir hafa verið upp úr iðrum jarðar eru ótelj- andi. Hinn eilífi eldur háofnanna sendir rauðlitan bjarma út yfir slétturnar. 1 ofnum þessum sloknar 86

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.