Réttur


Réttur - 01.05.1932, Síða 25

Réttur - 01.05.1932, Síða 25
ur hans enn á sama stað, ásamt fleiri verkfærum, sem hann notaði við vinnu sína. Verksmiðjurnar eru í raun og veru heilt iðnaðarhér- að, þar vinna 31 þús. manns. Verksmiðjuráðið sam- anstendur af 20 mönnum. Fyrir stríð framleiddu verksmiðjurnar nær eingöngu hergögn, en nú er aðal framleiðslan turbínur og trakt- or$,r. Rekstursfé verksmiðjanna var árið 1930 195 milj. rúblur, en var áætlað 174 milj. Nokkrar deildir eru ný- byggðar og bera þær mjög af hinum gömlu, sérstaklega hvað snertir birtu og loftræslu. Meðallaun eru 150—200 rúblur á mánuði. 80% af vinnunni er unnið í akkorði, vinnudagurinn er 7 stundir. Eins og áður hefir verið minnst á í þessu riti, er það algengt að verksmiðjur hafa umsjón með heilum héruðum og bæjum út um land. Þannig eru 230 sveitaþorp í Neðri-Volga-héruðum, undir umsjón Putilov. Verksmiðjurnar hafa tekið að sér að hjálpa þessum bæjum með að útfylla sína 5 ára áætlun, sem er í því fólgin, að koma samyrkjufyrir- komulaginu upp í 100% á árinu 1931. Verksmiðjurnar gefa út 2 dagblöð hvort í 26000 eintökum. Við þau vinna launaðir ritstjórar. Verksmiðjurnar hafa eigin sendi- og móttökustöð. Að kvöldi hins 19. nóv. var sendinefndinni boðið í „keisaralega“ leikhúsið gamla. Þar var leikin ópera eftir Wagner, sem byggð er á Völsungasögu. — Fyrir okkur íslendingana var leikurinn mjög áhrifaríkur, sem að líkindum lætur, því sjaldgæft er að sjá íslenzkt efni á erlendum leiksviðum. 150 manna hljómsveit lék undir. Starfsmenn leikhússins eru 1036 að tölu, húsið rúmar 14000 áhorfendur. Við sátum í „keisara“-stúkunni og nutum leiksins mjög vel. Á milli þátta var okkur boðið til tedrykkju í veitingasal leikhússins. Kom þar til okk- ar nokkur hluti starfsmanna leikhússins og söng fyrir okkur meðan setið var til borðs. Kvöldið var hið ánægju- legasta. 21. nóv. lét nefndin af stað frá Leningrad, burtu frá sovétríkjunum með skipi til Stettin og þaðan til Hafn- ar, áleiðis til íslands. Þegar fyrsta íslenzka verka- mannasendinefndin, — sem boðin hefir verið til Sovét- ríkjanna og kostuð af verkalýð þeim, er nú skapar þar sósialismann, — kvaddi hið volduga rauða föðurland alþýðunnar um allan heim, samþykkti hún einróma eft- 89

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.