Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 31

Réttur - 01.05.1932, Page 31
Vér byggðum oss hallir í barndómi, þá er brosandi framtíð oss skein, því kennt var oss ungum í himninum há sæti herra, er læknaði öll mein. En strax og vér lífinu leigðum vort starf, þessi ljómandi boðskapur hvarf. Vér unnum, og starf vort bar unað og arð inn í auðkýfings hallir, og sól. Auðmannsins milli og okkar þann garð vér efldum, er þeim verður skjól. I>að vald, sem þeir kalla sitt ríki og rétt skal ryðja, hin kúgaða stétt. Vér berjumst og föllum því, bræður, í dag fyrir bjartari og fegurri lönd. Vér berjumst og sigrum, og blásum það lag, sem blæs okkur þrótti í hönd. Vér föllum sem bræður, og frelsum af dáð þá fjötrana báru, af ná'ð. SKÁLD Á LEIÐ TIL SÓSÍALISMANS i. Sósíalisminn er að brjótast í gegn í íslenzkum bók- menntum, og um leið er — einmitt þess vegna — að fæðast nýtt líf í skáldsagna- og einkum smásagna- list á íslandi. 50 ár eru liðin síðan ,,Verðandi“ flutti íslenzku alþýðunni samstilltan boðskap borgaralegu, þjóðlegu byltingarinnar, — sem á íslandi tók á sig mynd þjóð- 95

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.