Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 35

Réttur - 01.05.1932, Side 35
II. Það er engin tilvilj- tin að flest skáld ver- aldarinnar standa nú við hlið kommúnism- ans og sovétríkjanna í úrslitabaráttunni við auðvaldið. Það er eng- in tilviljun að Romain Rolland, — einhver þroskaðasti og göfug- asti fulltrúi, sem ein- staklingshyggjan (ind- ividualisminn) hefir eignast — auk Goethes, skuli nú í sambandi við Amsterd’amþingið fylkja sér eindregið gegn auðvaldi og sósí- aldemokrötum. Það er engin tilviljun að Henri Bar- busse, Bernhard Shaw, Upton Sinclair, Theodor Dreiser, Martin Andersen Nexö, Karen Michaelis skuli eindreg- ið aðhyllast baráttu sovétríkjanna og verkalýðsins gegn imperialismanum. Það var heldur engin tilviljun, að Halldór Kiljan Laxness skyldi mæta sem fulltrúi ís- lenzka verkalýðsins á þingi því, sem þessir brautryðj- endur í heimsbókmenntunum höfðu forustu um — heimsþinginu gegn stríði — í Amsterdam. C' Hvar sem sósíalisminn brýzt fram — og ekki hvað sízt eftir að hann er búinn að sigra og sýna mátt sinn og sanna tilverurétt sinn í miklum hluta heimsins — þar dregur hann til sín sem segulsteinn flest-alla beztu krafta, sem yfirstéttirnar eiga, ef þeir að einhverju leyti unna þeim almennu hugsjónum mannkynsins, sem borgarastéttin áður fyrr hafði á stefnuskrá sinni, en sveik, eftir að hún náði völdum. Og jafnframt er sósí- 99

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.