Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 37

Réttur - 01.05.1932, Page 37
strýkingum á auðmannastéttina og hina ýmsu þjóna hennar meðal alþýðunnar, — einkum Hjálpræðisher- inn í „Þú vínviður hreini“ og pólitísku útsendarana hennar í „Fuglinn í fjörunni". -r- Hér vinnur hann það verkið, sem öreigaskáldið á erfiðast með, — því alvar- an heltekur það um of, — en um leið byrjar hér veil- an í sósíalisma hans. Hann hefir afstöðu sósíalistans sem hugsjónamannsins eingöngu, áður en verklýðshreyf- ingin er runnin saman við sósíalismann. Þess vegna húð- strýkir hann borgaralega þjóðfélagið eins og utopist- arnir gömlu. — Hann skilur að vísu með skynseminni stéttabaráttu verkalýðsins, — en hann upplifir hana ekki sem frelsisbaráttu sósíalistiskrar alþýðu. Hjá hon- um sjálfum er sósíalisminn og verklýðshreyfingin að- skilin, — og af því stafar tvískinnungurinn í meistara- verki hans „Fuglinn í fjörunni". Arnaldur er þar ein- göngu boðberi kommúnismans, og verklýðshreyfingin eingöngu dægurbarátta, en hvergi sjást þess merki, að sósíalisminn sé runninn verkalýðnum í merg og blóð. Það er þess vegna, að mynd Halldórs af verklýðshreyf- ingunni verður að nokkru leyti skrípamynd, sem líka er eðlilegt: hann „karikerar“ allt hið borgaralega — og sú verklýðshreyfing, sem hann lýsir, er einmitt að miklu leyti borgaraleg, takmörkuð við baráttu fyrir bættum kjörum innan hins borgaralega þjóðfélags. — Þess vegna getur „Fuglinn í fjörunni“ ekki orðið hetju- saga íslenzka verkalýðsins (eins og t. d. „Pelle Erobre- ren“ er fyrir danska verkalýðinn) — heldur verður þetta snilldarverk hans sem heild fyrst og fremst „ásta- saga“ — áreiðanlega einhver sú sérkennilegiasta og djúpvitrasta, sem skrifuð hefir verið á íslenzku. — En það er fyrir sérfræðingana í þeim málum að rannsaka þann auð, sem lýsingar Halldórs í því efni hafa að geyma. En það væri óréttmætt að skella allri „skuldinni“ af þessum tvískinnungi í „pólitísku" ástarsögunniámennta- mannseðli Halldórs. — Islenzku verklýðshreyfingunni 101

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.