Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 46

Réttur - 01.05.1932, Page 46
stéttarsamtök verkalýðsins, en einmitt þegar heildar- tilfinning Þórarins, skyldan gagnvart stéttinni, hefir gefið honum kraftinn til hetjuverks síns, að hafna mút- unum, — þá skellur reiðarslagið yfir. Og þróttur hinn- ar sósíalistisku frelsisbaráttu verkalýðsins reynist ekki nógu sterkur til að bjarga Þórarni frá „Barnum“, og að týnast í fönninni. „Honum finnst hann vera útrek- inn úrt mannlegum félagsskap". — En því finnur hann ekki leiðina til félagsskapar „útlaganna“, sem gista „Steininn" eins og hann, og eru einangraðir og ofsótt- ir líka? Því nær þessi heildartilfinning svona skammt hér? Þessi sama tilfinning og hugsjónaást, sem gefur þús- undum verklýðssinna um allan heim mátt til að ganga í opinn dauðann eða þola fangelsisvist og píningar ár- um saman. Er það skáldið, sem fer svo skammt? Eða á íslenzka verklýðshreyfingin virkilega ekki meiri þrótt? Eða er hvorttveggja orsökin? Þar um síðar. En við viljum ekki skilja svo við Sig. B. Gröndal, að við ekki með nokkrum orðum látum í ljós, hvar hans aðal-verksvið að okkar áliti muni liggja. Það er í því, að vera skáld Reykjavíkur-verkalýðsins, enda hefir hann sterkastar tilhneigingarnar til þess í „Bárujárn“. Saga hans „Fauskar“ er heilsteyptari sem lítið fal- legt listaverk heldur en „Krepptir hnefar“, og hún lýs- ir ágætlega uppreisn smælingjanna gegn auðvaldinu og hinni særandi góðgerðasemi þess og svívirðilegu hræsni. En í sögunum „Ein af átján“ og „Rauðar varir“ lýsir hann átakanlega hlutverki kvenna af verkalýðsstétt, en hættir samt við að mála of sterkt eins og í „Krepptir hnefar“. Það er listrænn veikleiki hans að þurfa endi- lega að grípa til svo sterkra, reifarakenndra meðala sem barnsdauðans eða eiturmorðsins til að framkalla áhrifin, sem honum gæti tekist að ná ennþá betur — með því einmitt að lýsa lífi þessara persóna áfram, og hörmulegum öreigahlutskiftum. En burtséð frá þessum 110

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.