Réttur - 01.05.1932, Page 51
þekkt utan fámenns vinahóps og munu brátt gleymast,
þegar þeir vinir eru dánir. Eg veit ekki hvað er aðdá-
unarverðara: hin ótakmarkaða sjálfsfórn hinna fáu
eða hin mörgu smádæmi um fórnfýsi fjöldans". —
„Sannleikurinn er sá, að ef eg —svo eg bara tali um
það, sem eg þekki persónulega, — hefði ritað dagbók
um þetta í síðustu 24 ár og skrifað niður alla þá sjálfs-
afneitun og fórnfýsi, sem eg hefi kynnst, þá myndu
lesendur þeirrar dagbókar, sífelt hafa orðið „hetjuskap-
ur“ á vörunum“. —
Eg þekki sjálfur mörg dæmi álíka hetjuskapar frá
verklýðsbaráttunni á Akureyri og Siglufirði og þau
skortir heldur ekki annars staðar, hvorki í Reykjavík
né smáþorpunum, eins og Keflavík, Blönduósi, eða þar
sem ofsóknirnar eru að taka á sig opinberari blæ. Það,
að umgangast árum saman verkamenn og konur þeirra,
sem eiga í stríði við hina ógurlegustu fátækt, þjást af
sífeldu heilsuleysi, eru hötuð af yfirvöldunum, útilokuð
frá vinnu af atvinnurekendunum, flæmd á sveitina, með
því smá saman að murka burt hverja smáatvinnu, sem
þau hafa haft, — og standa samt fremst í hverju ein-
asta verkfalli, taka þátt í hverjum slag, eggja við kosn-
ingar aðra til að kjósa, þegar þau eru útilokuð sjálf,
undirbúa fundi hvert einasta kvöld að heita má, þjást
oft og tíðum af sulti og illri aðbúð við þetta verk, og
mæla samt aldrei æðru orði né láta bilbug á sér finna.
— Það hefir sýnt mér og sannað, að sósíalistisk verk-
lýðshreyfing Islands á hetjur til, sem ekki myndu held-
ur bila, þó byssukjaftar gynu við þeim og nú þegar hafa
horfst í augu við harðvítugra en þeir eru. Og þessir
menn hafa sjálfir enga hugmynd um hetjuskap sinn —
og það sannar hann hvað bezt.
En þennan verkalýð er ekki að finna í kring um
kjötkatla Útvegsbankans og British Petroleum. Hann
stendur í baráttunni í og með Kommúnistaflokki Is-
lands, þeim flokki, þar sem stéttabarátta verkalýðsins
115