Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 57

Réttur - 01.05.1932, Page 57
Og „Alþýðublaðið“ þegir um þetta, því nú ríður auð- valdinu á, að því takist að ginna fleiri sjómenn til sam- vinnuútgerðar, beinna og óbeinna launalækkana. Auðvaldið og skósveinar þess ætla sér að svelta verka- lýðinn til launalækkunar. Sífellt sverfur meira að at- vinnuleysingjunum í Reykjavík; þeir eru sviknir um auknar atvinnubætur, bærinn hefir sagt upp fasta- mönnum í bæjarvinnunni, fækkað í atvinnubótavinn- unni, og viðbúið að henni verði hætt. Þetta er einn lið- urinn í launalækkunarherferð auðvaldsins. En þetta sýnir hinum vinnandi verkalýð og atvinnuleysingjun- um, að þeir hafa sameiginlega hagsmuni að verja, að árás á atvinnuleysingjana, er urn leið árás á launakjör hins vinnandi verlcalýðs, að samfylking þeirra í yfir- standandi baráttu er knýjandi nauðsyn. Aðal-þröskuldurinn í vegi samfylkingar verkalýðs- ins í hagsmunabaráttu hans eru krataforingjarnir, sem sitja í stjórnum verklýðsfélaganna, og eru erindrekar auðvaldsins þar. Hlutverk þeirra er, að hindra samtök og santfylkingu verkalýðsins í dægurbaráttunni með öllum ráðum. Atvinnurekendur í Reykjavík hafa fyrir nokkru skrif- að Sjómannafélaginu, „Dagsbrún" og Verkakvennafé- laginu, og óskað eftir nýjum kaupsamningum. Leikur ekki nokkur vafi á, að frá atvinnurekenda hálfu er þetta krafa um launalækkanir. Kratabroddarnir segja nú eins og endranær, „að kaup- ið megi ekki lækka“, en jafnframt er undirbúningur þeirra um að ginna verkamenn og sjómenn til kaup- lækkunar í fullum gangi. Með því að fela stjórnum fé- laganna „að tala við atvinnurekendur“, í stað þess að samþykkja og auglýsa kauptaxta félaganna, er fyrsta spor kratabroddanna stigið í launalækkunarstarfi þeirra. Á sama tíma agítera þeir í verkalýðsfélögunum fyrir „bæjarrekstri togaranna", enda þótt þeir viti, að slíkt er sem stendur óframkvæmanlegt. Þessi vaðall krata- foringjanna hefir þess vegna allt annan tilgang. Með 121

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.