Réttur


Réttur - 01.05.1932, Page 60

Réttur - 01.05.1932, Page 60
undir forustu Guðmundar Skarphéðinssonar, mælt með nokkurri launalækkun; en kommúnistum tókst að hindra, að látið yrði undan í það skiftið. Nokkru síðar framdi Guðmundur Skarphéðinsson sjálfsmorð út af árásum þeim, er Sveinn Ben. hafði á hann gert. Hörðnuðu verkamenn þeir, er fylgt höfðu sósíaldemo- krötuna nú í mótstöðunni, en þó vantaði mikið á, að þeim væri svo samfylkt með virku daglegu starfi, sem þörf hefði verið á. Hins vegar ðkapaðist þá á Siglufirði einhver voldugasta lýðhreyfing, sem blossað hefir upp á íslandi. 7. júlí í Reykjavík. Jókst nú baráttuhugur verkalýðsins samfara at- burðunum á Siglufirði, Kveldúlfsdeilunni, en þó fyrst og fremst atvinnuleysisbaráttunni. Hafði Kommún- istaflokkurinn mestmegnis forustuna á hendi í at- vinnuleysisbaráttunni. 7. júlí náði baráttan hámarki sínu. Á miklum fundi utan við bæjarstjómarsalinn réðist lögreglan á verkamenn og lamdi til óbóta. — Hljóp nú skap mikið í verkalýðinn, er þar var stadd- ur, grjóthríð dundi á húsinu, og á eftir varð að fylgja bæjarfulltrúum íhaldsins heim, undir lögregluvernd. Um kvöldið náði reiðin- hámarki sínu. Þúsundir verka- manna gengu um Reykjavíkurgötur undir blaktandi rauðum fánum; lögreglan sást hvergi; bílar véku alls staðar úr vegi, enginn borgari greip framm í fyr- ir neinum verkalýðssinna. Almenn samúð ríkti með kröfum verkalýðsins og þeim, sem hún ekki náði til, hélt óttinn við hina sterku lýðhreyfingu í skefjum. Burgeisastéttin fékk ofurlítinn forsmekk af valdi lýðs- ins yfir strætunum, en verkalýðurinn fann til máttar síns. — Svikin. Er hér var komið, sáu foringjar sósíaldemokrata, er um tíma höfðu ekki vogað að ganga opinberlega tii verks með undanlát við auðvaldið, að við svo búið mátti ekki standa. Ef ekki yrði undan látið við ríkis- bræðsluna og Kveldúlf, héldi verkalýðurinn áfram að herða baráttuna, sem var að komast alveg undir for- ustu kommúnista. Á einni viku var mótstaða verka- lýðsins við þessi tvö fyrirtæki brotin á bak aftur inn- an frá af „foringjunum“ — og sýndi það sig nú, hve 124

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.