Réttur


Réttur - 01.05.1932, Side 61

Réttur - 01.05.1932, Side 61
illa var farið, að verkalýðsfjöldinn sjálfur tók ekki skipulegan, daglegan þátt í deilunni, heldur aðeins á fundum. Kauplækkunin í ríkisbræðslunni og á Kveld- úlfstogurunum komst í gegn með harðfylgi krata- broddanna. Fyrsta skarðið var brotið í múrinn. Réðist nú auðvaldið sameinað á verkalýðinn sundraðan, og tókst all-víða að lækka kaupið, því sakir skorts á fag- legum landssamtökum, var ekki samtakamætti verka- lýðsins sem heild beitt gegn árásinni í mynd allsherj- arstöðvunar á þeim fyrirtækjum, er auðvaldinu kom verst. — Auðvaldsárás hrundið. Enn á einum stað tókst þó að hindra frekara und- anhald með því að beita þessari aðferð. Það var á Siglufirði við síldarsöltunina, þegar saltendur ætluðu að ganga á lagið með að koma á launalækkun þar. Undir forustu kommúnistiskra og nokkurra einlægra sósíaldemokratiskra verkamanna var öll síldarvinn- an stöðvuð, unz atvinnurekendur létu gersamlega und- an síga. Var það annað dæmið um möguleikana á að hindra kauplækkun í kreppunni. Vegið aftan að. Eftir „rauða daginn“ í Reykjavík urðu burgeisa- blöðin óð af æsingu gegn Kommúnistaflokknum. Var nú heimtað að jafnað yrði um „forsprakkana", og hin- ar ógurlegustu sögur breiddar út til að æsa lýðinn gegn þeim. Átti verkalýðurinn þá illa afstöðu með eitt vikublað gegn 2 stórum dagblöðum, fullum lyga- sagna og óhróðursgreina. Og þá einmitt er mest á reið, vóg „Alþýðublaðið“ aftan að, tók undir lygar bur- geisablaðanna um að skella allri skuld á kommúnista og níddi þá niður eftir mætti. Var nú auðséð, að bur- geisarnir vildu gefa kratabroddunum tækifæri til að ná aftur tökum á verkalýðnum, og að kratabroddarn- ir ætluðu að nota sér tækifærið sem bezt þeir gátu. Unnu þeir svo vel að þessu, að hver lofsgreinin eftir aðra tók nú að birtast um Ólaf Friðriksson og Co. í ,.Vísi“ og „Morgunblaðinu". Hlutverkin frá 1921 voru orðin breytt. Fangelsanir og tugthúsdómar í nafni Kristjáns 7. Verkfæri burgeisastéttarinnar, dómsmálaráðherra 125

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.