Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 1

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 1
léttur 51. árgangur 1968 — 3. hefti Það var ætlunin að þetta hefti yrði fyrst og fremst helgað innanlandsmálum, sérstaklega efnahagsmálunum. Þau verða vissulega æ alvarlegri. Forsætis- ráðherrann lýsti yfir því fyrir tveim árum að hugsanleg væru öll úrræði önnur en atvinnuleysi. Nú hefur ríkisstjórnin með stjórnarstefnu sinni þegar komið á atvinnuleysi. Og viðskiptamálaráðherrann segir að nú geti þjóðin valið á milli atvinnuleysis og kjaraskerðingar. Svikamylla afturhaldsins til árása á lífskjör alþýðu er því þegar í fullum gangi. Jafnhliða nefndri hótun býður svo viðskiptamálaráðherrann öllu frelsisunnandi fólki inngöngu í Alþýðuflokkinn, — líklega til þess að vinna þar annaðhvort að atvinnuieysi eða kauplækkun! Svar verkalýðs og annara launþega þarf að vera: full atvinnu og kaup- hækkun. — Úrræðin hafa verið rakin hér í Rétti og verða það einnig í næsta hefti. En nú hafa gerzt þau tíðindi, sem verst hafa orðið í sögu sósíalismans: innrás sósíalistískra ríkja í sósíalistíska Tékkóslóvakíu — og því flýtum við þessu hefti og tökum þetta vandamál fyrir í tveim greinum. Það er brýn nauð- syn vegna samvizku hvers sósíalista að kryfja þetta mál til mergjar frá marx- istísku sjónarmiði, segja þann beizka sannleika, sem segja verður um þá seku, — en láta heldur ekki ótíðindin og áróðurinn æra sig. Sú sök, sem voldugir menn baka sér, má ekki falla á sósíalismann. Tvær greinar í heftinu fjalla um innanlandsmálin, en þeim verður betri grein gerð í 4. hefti árgangsins. Áskrifendur og velunnarar Réttar eru enn minntir á að útbreic slu er þörf. Hin nýja og fagra gerð er dýr. Tryggið áframhald Réttar með skilvísri greiðslu og nýjum áskrifendum. 125

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.