Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 34

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 34
ERLEND VÍÐSJÁ BANDARÍKI NORÐUR-AMERÍKU í sumar hafa fréttastofnanir á Vesturlönd- um og fjölmiðlunartækin sem þær mata dreg- ið athygli manna að aðdraganda forsetakosn- inganna sem fram fara í nóvember. I tilefni af útnefningu forsetaefna tveggja aðalflokk- anna, demókrata og repúblikana, hafa þessar stofnanir sýnt mönnum einkar lærdómsríka mynd af starfshátmm bandarísks lýðræðis. Morgunblaðið hefur í engu verið eftirbátur annarra í þessu efni: Það hefur helgað hryðj- um kosningabaráttunnar svo mikið rúm að hrekklausir menn kynnu að halda að úrslit hennar muni skipta sköpum, ekki aðeins fyrir Bandaríkjamenn sjálfa, heldur og fyrir heimsbyggðina alla. I skugga þessarar upp- lýsingastarfsemi hafa hins vegar horfið að mestu ýmsar dýpri hræringar sem ætla mætti að muni ráða meiru um framtíð hins and- stæðuríka og þversagnakennda bandaríska þjóðfélags. Hér er einkum átt við baráttu friðarhreyfingarinnar, réttindabaráttu og upp- reisnir blökkumanna og viðleitni vinstra arms demókrataflokksins til að fá útnefndan fram- bjóðanda er byði kjósendum upp á raun- verulegan valkost í því samkrulli íhaldssamrar millistéttarmeðalmennsku sem lengi hafa ein- kennt stjórnmálábaráttuna þar í landi. Það er nú ljóst að slíkur valkostur mun ekki bjóðast bandarískum kjósendum að þessu sinni. Ólíklegt er að Robert Kennedy hefði orðið rétti maðurinn, ef hann hefði fengið að haida lífi, til að gera slíkan kost að veruleika. Til þess var hann of mikill tækifærissinni eða, eins og sagt er, of mikill „pólitíkus". Frarn- farasinnar í Bandaríkjunum bundu sýnu meir vonir við McCarthy, hann var vissulega ó- líkur hinum týpiska bandaríska pólitíkusi, persónulegri og mannlegri í viðhorfum sín- um, óháðari flokksmaskínunni, og enginn efaðist um að andstaða hans gegn stríðsstefnu Johnsons væri eindregin og einlæg. Það var að vísu nokkurn veginn víst, áður en flokks- þing demókrata kom saman í Chicago, 20. ágúst að hann mundi lúta í lægra haldi fyrir Humphrey, og eftir að fregnin um innrásina í Tékkóslóvakíu barst útum þingsalinn, að kvöldi hins 21. ágúst, þurfti enginn að vera í minnsta vafa um úrslitin. Valdhafarnir í Moskvu höfðu enn þá einu sinni hlaupið und- ir bagga með afturhaldsöflunum og „stungið upp í" hina frjálslyndu, rétt eins og þeir gerðu með innrásinni í Ungverjaland 1956, þegar Eisanhower leitaði eftir endurkjöri. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu var útséð uni það að þeir einir hefðu sigurlíkur sem tækju fullum hálsi þátt í andkommúnisku yfirboði. Með vorinu blés hressandi gustur um svið bandarískra stjórnmála. Tilkynning Johnsons um að hann mundi ekki gefa kost á sér til endurkjörs, upphaf samningaumleitananna í París, kosningasigrar McCarthys, hin skelegga barátta stúdenta við Columbia- og Harvard- 158

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.