Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 10

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 10
innrásinni 21. ágúst. Og það er í þágu allr- ar þróunar sósíalisma í Vestur-Evrópu að þeirri tilraun, sem hófst í janúar 1968, verði hiklaust haldið áfram, — alveg eins og það er í þágu þjóða Tékka og Slóvaka að svo verði gert. Þröngsýni og móðursýki samfara valdbeit- ingu voldugra aðila, geta um tíma tafið fyr- ir frelsisþróun þeirri, er þjóðskipulag sósíal- ismans kallar á. En fyrr eða síðar, — og máske fyrr en flesta grunar, — mun aftur verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda. Og það er ekki sízt undir sósíalistum Vestur-Evrópu komið að knýja þá þróun fram. Lærdómarnir Sósíalisminn er sterkur, af því hann er málstaður fólksins, sem vinnur og berst fyrir frclsi sínu, hvar sem er í heiminum. Sósíalisminn er sterkur. Hann þoldi svik sósíaldemókratísku foringjanna 1914, þótt burgeisastéttin héldi sig þá hafa lagt hann að velli. Sósíalisminn lifði og sigraði, af því Lenín, Liebknecht og aðrir hófu merkið hátt á loft, er leiðtogarnir í ráðherrastólum auð- valdsins brugðust og tróðu það í svaðið. Sósíalisminn er sterkur. Hann þolir afglöp þau og illu verk, er unnin voru 21. ágúst 1968, af því sósíalistar heims munu hefja það frelsismerki sósíalismans að hún, er þá var dregið í svaðið af þröngsýnum valddýrkend- um, sem að vísu játa og tigna vald sósíal- ismans, en afneituðu þá hans hugsjónakrafti. Sósíalistískur efnahagsgrundvöllur og völd sósíalista tryggja ekki sjálfkrafa rétta pólitík né sósíalistíska breytni gagnvart öðrum sósí- alistískum flokkum og -ríkjum. Það þarf að berjast fyrir því að tryggja slíka rétta sósíal- istíska pólitík. Og til þess þarf í hinum nú- verandi sósíalistisku ríkjum frjálsar umræður, a.m.k. í hinum sósíalistísku flokkum, frjáls skoðanaskipti samfara heilbrigðri gagnrýni. Það er forsenda réttrar þróunar í þjóðlífinu í heild. Sovétríkin eru vissulega valdgrundvöllur sósíalismans í heiminum. Kúba og fleiri ríki fengju ei lengi að halda sínu, ef eigi væri ótti ameríska auðvaldsins við atómvopn Sovét- ríkjanna. Járnhæll amerísku auðhringanna myndi allstaðar kremja alþýðuhreyfingar heims undir fótum enn grimmilegar en hann gerir nú í Grikklandi, Guatemala og Viet- nam, ef ekki væri það vald til, sem Sovétríkin eru hornsteinn í. Þjóðir Sovétríkjanna eru sósíalismanum trúar, — jafnvel sjálfsmorð hermanns úr rauða hernum, er hann vissi sannleikann um innrásina í Tékkóslóvakíu, sannar tryggð þess fólks við sósíalismann. — En meirihlut- inn í þeim æðstu stofnunum, er fara með völd Sovétríkjanna og hafa trúnað sovétþjóð- anna, hefur brotið frumstæðustu siðferðilegu meginreglu sósíalistískrar breytni, skaðað þannig sósíalismann, Sovétríkin og önnur sósíalistísk lönd, fyrst og fremst Tékkóslóvak- íu. Vegna allra þeirra afreka, er sú forusta áður hefur unnið, á hún „helga heimtingu" á hörðum dómi, er hún rýfur grið og ræðst á fóstbróður, — og færir jafnframt iðnlærðum níðingsveldum auðsins áróðursvopn í hendur gegn alþýðu heims. Þessvegna þurfa þeir seku að fá sína fordæmingu, svo hugsjón sósxal- ismans megi hrein og skær halda sínu að- dráttarafli fyrir alla alþýðu heims sem hug- sjón frelsis og bræðralags mannanna í stétt- lausu, ríkisvaldslausu sameignarþjóðfélagi framtíðarinnar. Septemberbyrjun 1968. Einar Olgeirsson. 134

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.