Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 12

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 12
SVAVAR GESTSSON: UM SÖSÍALÍSKAN FLOKK Á ÍSLANDI Miðstjórn Alþýðubandalagsins ákvað sL haust að bandalagið skyldi gert að sósíalísk- um flokki á landsfundi þess, sem stendur fyr- ir dyrum, þegar þessi grein er skrifuð. Að- dragandinn að stofnun stjórnmálaflokks upp úr Alþýðubandalaginu er sögulegur og væri full ástæða til þess að fjalla um hann sér- staklega, og gæti það orðið efni nýrrar grein- ar eða greina, en ekki verður farið út í að rekja þá atburði hér, sem leitt hafa til flokksstofn- unar. Grein mín er tilraun til þess að fitja upp á umræðum um sósíalískan flokk á Is- landi, tilraun til þess að hvetja félaga til þess að ræða vandamál sósíalískrar hreyfingar. Hún er engin skilgreining á því þjóðfélags- ástandi, sem hinn nýi sósíalíski flokkur á að starfa í — aðeins almennar hugmyndir mín- ar. Nánast minnisatriði. Islenzk verkalýðshreyfing hefur átt því láni að fagna umliðinn aldarfjórðung að vinstri armur hennar hefur verið sterkari en hægri armurinn. Vinstri armur hreyfingar- innar, Sósíalistaflokkurinn og síðar Alþýðu- bandalagið, hefur haft úrslita ítök í verkalýðs- hreyfingunni allan þennan tíma, sem oft á tíðum hafa ráðið stjórnmálaátökum á Islandi. Á þeim tímá, er Alþýðubandalagsmenn ganga til flokksmyndunar, blasa við fjölmörg mikilvæg verkefni í íslenzku þjóðlífi. Stétta- andstæðurnar verða skýrari og vitund almenn- ings um þörf þjóðfélagsumbóta eftir hrika- lega óstjórn viðreisnarinnar verður skarpari. Á sama tíma hefur borgarastéttin í vaxandi mæli misst trúna á innlendan atvinnurekstur og berst fyrir vaxandi íhlutun erlends fjár- magns í landinu. íhlutun erlends fjármagns í hinar smáu einingar innlends atvinnulífs ber í sér glötun sjálfstæðra þjóðlegra atvinnu- vega. A slíkum tímum ríður á að Island eigi öflugan sósíalískan verkalýðsflokk, sem með- vitað og markvisst stefnir að félagslegri lausn 136

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.