Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 6

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 6
miki'ö til móts við bana en of lítið”. Og síðar segir hann svo: „Pólitískt ábyrga fyrir allri þessari raun- vernlega stórrússnesku þjóðernissinnuðu á- róðursbaráttu verður eðlilega að gera þá Stalín og Dzierzynski”. Þegar Lenín sér ástæðu til þess að saka slíka þrautreynda byltingarmenn sem þessa tvo, annan pólskan, hinn georgiskan komm- únista, um stótrússneskan þjóðrembing fimm árum eftir byltinguna, þá sjáum við í hendi vorri hvílík hættan er, sem vera þarf á verði gegn: hættan af að valdið, ríkisvaldið, stigi þessum mönnum til höfuðs, — hættan á að stórþjóðin fylli þá þjóðernishroka sínum. Og þegar slíkt gerist með slíka menn á 5 árum, hvað getur þá gerzt með aðra á 50 árum? Það var því ekki að ástæðulausu að Lenín undirstrikaði í viðbótinni við bréfið, er hann skrifaði til flokksþingsins 24. des. 1922 um eftirmann sinn (— almennt kallað erfðaskrá hans), að það þyrfti mann í starf flokks- ritarans sem væri „umburðarlyndari" en Stal- ín. (Viðbótin er rituð 4. jan. 1923). Lenín gerði sér Ijóst hve þessi glíma við áhrif ríkisvaldsins og stórþjóðarhrokans var alvarleg. Það var sem draugar hins gamla kúgunarvalds fylgdu hinu nýja ríkisvaldi al- þýðunnar eins og skugginn og heltækju það, ef ekki væri staðið vel á verði. Hann kvartar yfir því í ræðu sinni á 14. flokksþinginu í apríl 1922, síðasta flokksþinginu, er hann sat, að ríkið „léti ekki að stjórn vilja þeirra”, — „minnsta kosti heldur vagninn ekki alveg eins og oft á tíðum alls ekki eins og sá, sem situr við vagnstýrið ímyndar sér." Og hvað smáþjóðirnar snertir þá byrjar hann hugleið- ingar sínar 30. des. 1922 með þessum eftir- tektarverðu orðum, sem bera hans miklu á- byrgðartilfinningu og háa siðferðisþroska svo gott vitni: „Mér finnst ég sé sekur gagnvart verkamönnum Rússlands, af því ég hef ekki blandað mér í sjálfstjórnarmálið með ncegi- legum krafti og hörku.” Þetta segir hann, dauðveikur maðurinn, í baráttu við lömun í heilanum. Viðvaranir frá hinum mikla foringja Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, einum mesta stjórnmálaleiðtoga mannkynssögunnar, vantaði því ekki.* Og Lenín lét ekki metnaðartilfinningu fyr- ir hönd þess stórveldis sem hann var forsætis- ráðherra fyrir og þess mikla flokks, er hann var foringi fyrir, hindra sig í því að bera fram þessa gagnrýni og sjálfsgagnrýni. Lenín vissi að það var ekki vanþörf á að vara við. En viðvörununum var ekki skeytt. I yfir þrjá áratugi var sovétþjóðin leynd hans vitru varnaðarorðum, með þeim afleiðingum að á vissu skeiði gat Dérshimorda fótum- troðið Lenín — með nafn Leníns á vörunum. Hræða ekki sporin? Tvisvar sinnum voru framin ódæðisverk, sem forysta Kommúnistaflokks Sovétríkjanna síðan hefur viðurkennt. Bæði stöfuðu af þeim orsökum, er Lenín hafði varað við: misbeit- ingu ríkisvaldsins og stórveldishroka. Hið fyrra voru málaferlin 1936-8. Ágætir kommúnistar, — pólskir, finnskir, ungversk- ir og rússneskir, þ. á m. margir af beztu gömlu bolsévikkunum, — voru sakaðir um „gagn- byltingarstarfsemi". Þorri þeirra var sendur til fangabúða eða skotinn, en þeir, sem sam- þykktu að blekkja heiminn með því að játa á sig ódrýgða glæpi, settir fyrir opinberan rétt og flestir síðan drepnir. — Ríkisvaldið í mynd lögreglu, dómara og fangelsa var látið drottna yfir hugsjón flokksins og afmá hina * ,,Neistar“ þessa heftis hafa a3 geyma fleiri tilvitn- anir í Lenín svo og í Dubcek og miðstjórnarályktun Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu frá 5. apríl 196^- Tilvitnanirnar í Lenín eru þýddar úr þýzku, 36. bindi safnrita hans. 130

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.