Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 15

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 15
an engu minni, sem stafar af hinu borgara- lega þjóðfélagi. Sú hætta birtist ákaflega hreinlega í starfshátmm sósíaldemókrata í Vesmr-Evrópu. Þeir hafa með hentistefnu sinni og atkvæðapólitík orðið parmr af borg- aralegu þjóðfélagi og einn þýðingarmesti burðarás þess. Sósíalískur flokkur verður æv- inlega að gæta sín á því að umturnast ekki og þaðan af síður má hann hlaupa eftir borg- aralegum fordómum — þá verður hann fórnardýr hins borgaralega áróðurs. Samvinna og samstarf Þessi sérstaða íslenzks þjóðfélags gerir sósí- alistum auðveldara um vik en í öðrum auð- valdsríkjum á blómaskeiði. Það gerir smæð efnahagskerfisins. Hér er ekki auðhringa- myndun og ríkiseinokun á sama hátt og í öðrum auðvaldsríkjum. Hér gemr ekki orðið jafn geigvænleg gróðasöfnun á fárra hendur og annars staðar. Þjóðfélagið krefst hér bein- línis samvinnu og samstarfs. Lögmál einvígis- ins — maður gegn manni, þúsundkallar gegn einseyringum — er augljósari fjarstæða á Is- landi en annars staðar. Gegn auðvaldi og skrifstofuvaldi Sérstaða okkar þjóðfélags er hins vegar ekki svo mikil að okkur leyfist að gleyma þeirri staðreynd að við erum hlekkur í al- þjóðlegri keðju. Barátta okkar á íslandi fyrir breyttri, sósíalískri þjóðfélagsskipan á sér um leið alþjóðlegt inntak. Heimsvaldastefnan spennir greip sína um alla veröld, baráttan gegn henni er því alþjóðleg — og einmitt menningarleg sérstaða Islendinga leiðir af sér að baráttan hérlendis gegn heimsvaldastefn- unni verður lífsnauðsynleg fyrir þjóðina sjálfa. Fleiri verða sér meðvitandi um nauð- syn þess að berjast gegn heimsvaldastefnunni — bandarískum her og aðild að hernaðar- bandalagi. Krafan um þjóðlega, mynduga at- vinnuvegi er um leið krafa um takmörkun á valdi alþjóðlegs auðmagns. Og um leið og íslenzkir sósíalistar gera sér grein fyrir hinu alþjóðlega inntaki barátmnn- ar verða þeir að muna eftir öllum þeim vopnabræðrum, sem þeir eiga út um alla ver- öld, þeim sem berjast gegn kúgun, ofbeldi, auðvaldi, skrifstofuvaldi um allan heim. Sósíalismi Lýðræði Sósíalískur stjórnmálaflokkur á að vera lýðræðislegur. Með „lýðræðislegur" á ég ekki við, að flokkurinn eigi að láta sér nægja að bera minnihluta atkvæðum í forysmstofnun- um. Flokkur sem byggir á lýðræðislegum grundvelli ræðir vandamálin í grunneining- unum, leitast við að virkja hvern flokksmann til umræðna og umhugsunar um vandamálin. Akvörðunarferlið á að koma neðan frá, en ekki ofan frá — þó svo að eðlilegt sé að for- ystan leggi málin á hverjum tíma fyrir flokks- mennina sjálfa, einfaldlega af þeirri ástæðu að þeir hafa yfirleitt ekki möguleika á að undirbúa mál heillega til umræðna. En með virkari flokksmönnum eru líkur til þess að stöðugt fleiri meðal almennra félaga finni sig til þess knúða að hreyfa málum, sem síðan eru tekin til meðferðar af hverri stofnun út 139

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.