Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 16

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 16
af fyrir sig unz komið er að lokaákvörðunum í forystu flokksins. Slíkt lýðræðisferli í flokknum þar sem einn tekur við af öðrum í meðhöndlun mála á ekki að þýða stirðnuð vinnubrögð, tilhneigingar til skriffinnsku. Slík meðferð mála tryggir framar öðru ein- ingu í flokknum og skapar flokksmönnum möguleika á að framfylgja stefnu flokksins málefnalega og samtaka í þeim félögum, sem þeir síðan starfa í, á vinnustöðum þeirra o. s. frv. Lýðræðisleg vinnubrögð í þeim anda sem hér hefur verið lýst þurfa ekki að þýða að flokksmenn séu ævinlega bundnir á sama klafann í afstöðu til einstakra mála. Og þó að meirihlutinn hafi tekið ákvörðun um þetta atriði þýðir það ekki i öllum tilfellum að minnihluta beri að hlýða henni. Raunar verð- ur reglan um að minnihlutinn skuli beygja sig fyrir meirihluta að gilda í tilvikum þar sem um er að tefla grundvallaratriði í stefnuskrá flokksins. Minnihluti verður engu að síður að hafa ákveðin réttindi. Hann verður að hafa möguleika á því að fylgja málum eftir þó ekki í slíkri andstöðu við meirihlutann, sem lamar og veikir styrk flokksins í barátt- unni gegn stéttarandstæðingnum. I sósíal- ískum fiokki, sem starfar á eðlilegan hátt, er ekki til fastur meirihluti eins og á þingum borgaralegra ríkja. Sá sem er í meirihluta í dag er ef til vill í minnihluta á morgun. Slík vinnubrögð þurfa ekki að hafa í för með sér losaralega meðferð mála í flokknum, ef rétt er á haldið. Lýðræðisleg stjórn flokks einkennist af hreinlyndi og umburðarlyndi. Umræður um ágreiningsmál eiga að fara fram fyrir opnum tjöldum þannig að hver sósíalisti geti komið fram sinni skoðun í blöðum hreyfingarinnar og á fundum hennar. Að lokum til minnis: Lýðræðisleg vinnu- brögð og anarkismi eru andstæður. Það er enga formúlu unnt að gefa fyrir því hvar markalínan er. Slíkt verður að ráðast í starf- inu. Hættur að varast I stjórnmálaflokki í borgaralegu ríki er mjög mikil hætta á of miklu valdi þingflokks yfir miðstjórnum flokkanna. Þetta þarf að hindra með því að takmarka fjölda þing- manna í trúnaðarstofnunum flokksins og tryggja ákvæði í lögum áð þingflokkurinn skuli vera undir flokkinn settur í veigamestu málum. Onnur hætta varðandi forysm í stjórnmála- flokkum er of mikil þráseta einstakra manna í trúnaðarstöðum. Það verður því að tryggja með lagaákvæðum endurnýjun forysmnnar að verulegu leyti með vissu millibili. Þriðja hættan sem sósíalískur flokkur verð- ur að forðast er tilhneigingin til þess að tengslin við verkalýðinn slitni í forysmstofn- unum vegna skammsýnna stjórnmálamanna, sem ekki hafa skilning á þeirri úrslitaþýðingu sem bein aðild launafólks og forysta þess hefur fyrir möguleika sósíalísks verkalýðs- flokks. I stuttu máli um forysm flokksins: Hún verður að hafa kjarna úr hreyfingu launa- fólks, og úr hópi manna með trausta þekk- ingu á atvinnumálum þjóðarinnar. Hún verð- ur að hafa glögga þekkingu á grundvallarat- riðum sósíalískrar fræðikenningar. Forysta sósíalísks flokks verður að vera vakar.di fyrir öllum breytingum, fljót að átta sig á nýjum vandamálum. Forystumennirnir eiga að vera fremstir meðal jafningja með samband við fólkið bæði flokksmennina og vinnandi fólk í landinu almennt. 140

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.