Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 2

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 2
EINAR OLGEIRSSON: HVERNIG GAT ÞETTA GERZT? / þessari grein er ekki gerð tilraun til þess að rekja gang atburðanna í ágúst í Tékkó- slóvakíu. Heldur ekki til þess að rceða laga- legar og berfræðilegar hliðar þess máls: þau brot á alþjóða-lögum og -samningum, sem framin voru af mnrásaraðilunum né það ó- dæði að ráðast á smærri þjóð óforvarandi með ofurefli liðs. Allt þetta framferði þekkj- um við úr sögu borgaralegra stórþjóða að fornu og nýju. Slík níðingsverk Bandaríkj- anna blasa við hugskotssjónnm vorum í dag: Guatemala, San Domingo, — og ekki sízt Vietnam. En hvernig stendur á því að SOSIALIST- ISKT stórveldi skuli geta framið slíkt ódæði? Það er spurningin, sem ég vil einbeita mér að reyna að svara, — reyna að skilgreina frá marxistisku sjónarmiði undirrót atburðanna, mótsetningarnar í breytni Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, því það liggur í augum uppi að gagnrýnin hlýtur að beinast gegn forystu þess flokks sem höfuðábyrgri, þótt fjórir flokkar séu honum samsekir, en hefðu aldrei unnið þetta verk án hans. Jafnframt vil ég svo með nokkrum orðum ræða áhrif þessara atburða, afleiðingar og lærdóma fyrir sósíal- ismann og sósíalista, sérstaklega í Vestur- Evrópu. Þegar Rússar réðust með skriðdrekum á bandamenn sína, Tékka og Slóvaka, — þeg- ar rússneskir hermenn brutust inn í skrif- stofur „bræðraflokksins", Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, fangelsuðu forystumenn hans og fluttu sem herfanga á brott, — þá lauk löngu skeiði í sögu sósíalismans, því skeiði, er hófst með áhlaupinu á Vetrarhöllina 7. nóv. 1917, þegar Bolsévikaflokkurinn tók forystuna í baráttunni fyrir sósíalismanuni og sigraði. Þetta hálfrar aldar tímabil hefur verið hið stórfenglegasta og hrikaiegasta 1 veraldarsögunni að hetjuskap og harmleikj- um og því lýkur með þessu óhæfuverki unnu á „bræðraflokki". Langvarandi glímu í Kommúnistaflokki 126

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.