Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 7

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 7
ágætustu foringja kommúnista allt frá Bela Kun til Bucharins. Hið síðara var deilan við Tito og Júgó- slava 1948. Þegar Kommúnistaflokkur Júgóslava vildi ekki beygja sig fyrir kröf- um Stalíns, var því yfirlýst að í Júgóslavíu drottnuðu „fasistar", er svikið hefðu sósí- alismann. — Þjóðrembingurinn hafði leitt Stalín og þáverandi forystu Kommúnista- flokksins afvega.. Og ríkisvaldinu var að nýju beitt, — í alþýðulýðveldunum, til nýrra svika-málaferla gegn „titosinnum", og glæp- irnir frá 1936—8 endurteknir. Krustsjov á heiðurinn af að hafa afhjúpað þessi verk, þó eigi gæti hann skilgreint or- sakir þeirra, — og tryggt um leið að birt væri ýmislegt af því, sem áður var stungið undir stól. En hin marxistíska rannsókn á orsökum óhæfunnar var stöðvuð. Umræðurnar um þessi mál voru bældar niður. Og afleiðingin er að í stað þess að læra af mistökunum, þá endurtaka menn þau nú og vinna þar með eigi aðeins Tékkum og Slóvökum, heldur og sósíalismanum í heiminum og Sovétríkjun- um sjálfum, óbætanlegt tjón. „Tvær sálir........“ Með yfirtöku ríkisvaldsins 1917 vann sósí- alisminn eigi aðeins sinn stærsta sigur, — þann er hann lengi hafði verið að keppa að og var forsenda alls annars. En sósíalisminn komst einnig þar með í þá geigvænlegustu hætm, sem hugsjónastefna lendir í, þá hættu, sem einu sinni var orðuð svo: „að bíða tjón á sálu sinni," — og „hvað gagnar það mann- inum að hann leggi undir sig allan heim- inn ..." Lögregluvaldið, dómsvaldið, hervaldið, rit- skoðunarvaldið .... — allt þetta vald var nú hans, sem hann áður háði harðasta hríðina gegn, — og þar með freistingarnar að nota þetta vald — í stað innanflokksumræðna og sannfæringaraðferða. I hálfa öld hafa þessi öfl togazt á í þjóð- félagi Sovétríkjanna: hugsjónamáttur sósíal- ismans og draugur kúgunarvaldsins. Harkan á mestu alvörutímunum, þegar um líf eða dauða sósíalismans og sovétþjóðanna var að tefla, ýtti undir vægðarlaust raunsæi, — og metorða- og valdastreitumenn, hugsjónalaus, en dugleg klifurdýr í embættisbákninu, kyntu ætíð undir sjúklegri tortryggni, þannig að á tímum fasismans og kalda stríðsins magnað- ist draugurinn svo að gekk brjálæði * næst. — Þó mega menn muna að í borgarasr/rjöld- inni 1918—21, þegar hættan fyrir tilveru Sovétríkjanna var geigvænlegust, þá gerðist ekkert slíkt. Þá lifði Lenín enn og var á verði. En á síðasta áratug var sósíalisminn í Sov- étríkjunum að vinna æ stærri sigra á ýmsum sviðum: Uppbygging iðnaðarins, framfarirn- ar í menntun og vísindum, undrin í atómorku og eldflaugum, — ábyrgðartilfinningin, sem sýnd var gagnvart lífi mannkynsins í Kúbu- deilunni 1962, þegar hamslaus metnaðurinn var hinsvegar, — sáttasamningarnir milli Indlands og Pakistan, — friðarpólitík, sem var að vinna virðingu flestallra jarðarbúa, — og samtímis var vald sósíalismans í Sovétríkj- unum kúgaðri alþýðu um allan heim stoð og stytta í frelsisbaráttu hennar. Allt þetta hjálpaði til að efla aðstöðu Sovétríkjanna í heiminum og hróður sósíalismans. En í innviðum ríkisbáknsins liggur draug- urinn í leyni, þessi Glámur kúgunarvaldsins. Og 21. ágúst 1968 brýzt þessi afturganga lögreglufantsins, er Lenín lýsti, — Dérshi- morda, — ljósum logum út úr þjóðfélagi Sovétríkjanna, grípandi fyrir kverkar hinnar sósíalistísku Tékkóslóvakíu, til þess að láta * Anna Louise Strong, hinn frægi rithöfundur og blaöa- kona notar orðið ,,the great madness*« (æðið mikla) um tímabilið 1936—38 í bók sinni ,,The Stalin era“. 131

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.