Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 14

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 14
urinn verður að gæta þess að verða ekki hluti hins borgaralega þjóðfélags þó að hann berj- ist innan þess. Tækifærisstefna er verkalýðs- flokki óheimil — vinni hann ekki markvisst samkvæmt stefnu sinni, sósíalismanum, missir hann áður en varir tiltrú verkalýðsins. Þó að á móti blási á stundum má hann ekki hlaupa eftir tilfinningum einum við erfiðar aðstæður. Félagslegt afl En framar öðru má pólitík sósíalísks flokks ekki staðna. Þó að fræðikenning sósíalismans sé mikilvægt leiðarljós, gerir hún vitaverði ekki óþarfa. Fræðikenningin þarfnast stöðugr- ar endurskoðunar og athugunar. Endurskoð- un Bernsteins var röng vegna þess að hún sætti sig við það að lappa upp á auðvalds- þjóðfélagið eingöngu í stað þess að berjast markvisst gegn því. I baráttu sósíalista fyrir breyttu þjóðfélagi er maðurinn miðpunktur — þungamiðja. Til þess að hún fái að þroskast og njóta sín þarf þjóðfélagið að vera sósíalískt. Lögmál gróðaþjóðfélagsins setja manninn utan dyra, en hefja miskunnarlausar kröfur gróðans í öndvegi. Sá sem er fjársterkastur ber sigur úr býtum á vígvelli hinnar daglegu baráttu í gróðaþjóðfélaginu. Lögmál þess eru andhúm- anísk. Vinnandi maður er hins vegar sá sem skapar auðæfin og lögmál samþjöppunarinn- ar í gróðaþjóðfélaginu gera það að verkum að verkalýðurinn verður alltaf fjölmennari og fjölmennari. Hann er því afl og þar sem fram- leiðsla hans er félagsleg getur félagslegt afl hans orðið meira en afl fjármagnsins. Vinn- andi fólk er sér hins vegar ekki ævinlega með- vitandi um þetta afl sem það á í samstarfi, sameiningu. Það er hlutverk sósíalísks flokks að birta verkamanninum sannindi hins vís- indalega sósíalisma til þess að hann verði sér 138 meðvitandi um aflið sem felst í sameinuðu átaki verkalýðsstéttarinnar. En á sama hátt og flokkurinn getur því aðeins náð að breyta auð- valdsþjóðfélaginu að hann hafi fræðikenn- ingu sósíalismans að vopni og fjöldann með sér, er það flokknum einungis mögulegt að varðveita einkenni sín sem sósíalískur flokk- ur að hann gleymi því aldrei að þessi atriði eru samtvinnuð. Hér er ekki ætlunin að ræða pólitík sósíal- ísks flokks í öllum atriðum. Hér er ekki einu sinni unnt að færa fram röksmðning með einstökum atriðum sem hér hafa verið nefnd, en rétt er þó að víkja að atriði, sem hér var nefnt áður, að flokkurinn verður að þekkja það þjóðfélag sem hann berst í í smáatriðum. Hann verður að hafa jákvæðar skýrar tillögur til lausnar á dægurmálum á hverjum tíma. Það vill stundum henda að góðir sósíalistar hafi þá árátm að láta sér nægja að „skil- greina'' auðvaldsþjóðfélagið sem svo er nefnt. Þarna er auðvaldið og þarna er verkalýðurinn samasem auðvaldsþjóðfélag, sem þýðir ekkert að lappa upp á. Þegar menn setja sig í slíkan fílabeinsturn verða þeir ónýtir liðsmenn sósí- alískrar hreyfingar. Einfeldningslegar alhæf- ingar koma ekki að notum. Islenzka þjóðfé- lagið er mjög sérstætt auðvaldsþjóðfélag, fyrst og fremst vegna fámennisins. Fyrir það gilda tæpast nokkrar „úniversalteóríur”. Það væri auðvitað ýkjur að segja að Pýþagórasarreglan væri fyrir tilviljun nothæf á Islandi, en það eru engjar ýkjur að segja að á Islandi verða sósíalistar að skrifa saman nýtt „Kapítal". —- Að sjálfsögðu eru rannsóknaraðferðir marx- ismans fullgildar fyrir ísl. sósíalista sem leið- arvísir við athugun á íslenzku efnahagslífi en einföld yfirfærsla á kenningum erlendra marxista um eðli síðkapítalismans er ekki ein- asta gagnslaus heldur hætmleg. En þó að hættan á stöðnun í fílabeinsturni sé hættuleg sósíalískum flokki — er hin hætt-

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.