Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 25

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 25
Fjölmenni á fundi stuðningsmanna Kristjáns Eldjárns við Laugardalshöll. Hér sést aðeins það sem utan við höllina stóð á fjölmennasta kosningafundi, er haldinn hefur verið á Islandi. ung lýðveldisins, hefur nokkru sinni notað vald sitt i þjóðarþágu, til að gefa henni tækifæri til þess að dæma sjálfstætt, óháð flokkunum, um ör- lagarík mál, sem mörg hafa verið á þessu við- burðarríka skeiði þjóðarsögunnar. UPPREISN GEGN HVERJU? KRAFA UM HVAÐ? Það eru margir þættir, sem saman eru ofnir i þessum forsetakosningum, hvað fylgi Kristjáns Eldjárns snertir, — sumir gerólíkir öðrum og allt að því andstæðir, en það er þörf að reyna nokkuð að greina þá I sundur og athuga siðan gjör þann þáttinn, sem mest snertir sjálft stjórnmálalifið. Ég held að greina megi þessa aðalþætti: 1. Þjóðleg vakning. Ég ætla að þetta sé jafn- vel sterkasti þátturinn í kosningu Kristjáns Eld- járns. Sjálfstæðisbaráttan hafði staðnað í hinum hápólitisku flokkaátökum um Atlandshafsbanda- lagið, hersetuna o.s.frv., — þessi stórmál, sem í tvo áratugi höfðu skarpast skipt flokkum á Islandi við hlið stéttabaráttunnar sjálfrar. Með framboði Kristjáns Eldjárns fæst maður, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar litur á sem fulltrúa íslenzkrar menningar, sem hugsanlegan verndarvætt þjóðlífs og þjóðarsálar á örlagastundu Islands. Það var storkari þjóðernisvitund og dýpri ábyrgðartilfinning gagnvart framtið vorri sem þjóðar, sem brauzt út í þessum kosningum, en ýmsir okkar, sem lengi höfum háð þessa baráttu, þorðum að vona að gæti fengið pólitíska útrás eftir heillar kynslóð- ar hersetu og áratuga erlendan áróður hernáms- flokka i landi voru. 2. Uppreisn gegn valdakerfinu: spillingunni, flokksræðinu o.s.frv., og krafa um persónufrelsi kjósenda gagnvart embættisvaldi og yfirdrottnun. Skal þessi þáttur siðan gerður að aðalefni þessarar greinar. 3. Mótmæli gegn rikisstjórninni og stefnu hennar, einkum með tilliti til versnandi lifskjara og harðn- andi kreppu. Það jók á þennan þátt að tefla ráð- herrum ríkisstjórnarinnar fram gegn Kristjáni. Ekki er ótrúlegt að 90% af fylgi stjórnarandstöðuflokk- anna og helmingur af fylgi stjórnarflokkanna hafi kosið Kristján. 149

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.