Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 26

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 26
4. Margar fleiri stoðir renna undir kosningasigur Kristjáns Eldjárns, sem of langt og of erfitt yrði að rekja: Persónuleiki Kristjáns Eldjárns og hrifning af honum, vilji til að fá mann óbundinn flokkunum, — óbeit á „snobbisma" yfirstéttarinnar í Reykjavík i kringum forsetaembættið, — andúð gegn öllu, er svipað gæti til þess að innleiða einskonar konungs- ætt á Islandi, — fornar væringar innan Sjálfstæðis- flokksins, — o. s. frv. Og við þetta má bæta að kosningabaráttan fyrir Kristjáni Eldjárn var virðu- lega háð og öll framkoma og opinber áróður af öðrum toga en fólk átti að venjast í flokkabarátt- unni. Þótt allt séu það þýðingarmiklir þættir, sem hér eru upp taldir, einkum þó þrir þeir fyrstu, þá veltur mest á þvi hvað framtíðina snertir að menn geri sér fulla og rétta grein fyrir 2. atriðinu og um það verða átökin. Forustumenn valdaflokkanna í landinu munu vart hafa búizt við nokkru svipuðu og þeirri útkomu er varð, þegar þeir gáfu flokksmönnum sinum og fylgjendum frjálsar hendur. Þeir munu þvi vafalaust reyna að kalla þá heim til föðurhúsanna á ný og telja þeim trú um að i forsetakosningum megi þeir að visu „frilista" sig, en þess á milli — í þingkosningum — verði þeir að hlýða. FLOKKASKIPTING OG FLOKKSRÆÐI Ef við einkennum þá hreyfingu, sem skapaðist um kjör Kristjáns Eldjárns, sem þjóðlega lýðstjórn- arhreyfingu, þá vaknar sú spurning hvernig getur sá þjóðarvilji, sem í henni birtist, fengið stjórn- málalega útrás, — og hvernig og hversvegna verð- ur sú hreyfing i andstöðu við ríkjandi flokkaskipt- ingu og flokksræði. Það er bezt að gera sér Ijóst að hér er um djúptæka mótsetningu að ræða, — en óvitandi af öllum þorra kjósenda: sem sé tilfinn- ingalegs eðlis enn sem komið er, en ekki pólitísks. Núverandi flokkaskipting hefst með árinu 1916, er breytingin byrjar frá flokkum þjóðfrelsisbarátt- unnar til stéttaflokkanna. Og siðan 1942 hafa valda- hlutföll flokkanna haldizt svipuð og stöðnun eðli- lega átt sér stað. i æ ríkara mæli hefur verið komið á ströngum aga, sérstaklega í miðstöðvum flokkanna: þingflokk- unum, sér I lagi þingflokkum valdaflokkanna og þeir innlimaðir meir og meir i sjálft valdakerfið og gcrðir að höfuðstöðvum þess. Og því er nú svo komið að með hinum strang- öguðu þingflokkum valdaflokkanna í landinu, er í æ rikara mæli hið raunverulega vald flutt burtu frá fólkrnu, sem kýs, og siðan frá þinginu sjálfu inn til hóps nokkurra valdamanna, sem stjórna valda- flokkunum. Með öðrum orðum: lýðræði og þing- ræði er meir og meir að vikja sem hið raunveru- lega vald og valdið raunverulega að færast i hend- ur fámenns hóps forystumanna valdaflokkanna, sem nota flokksræðið: vald flokkanna, aga þingflokks- ins, til að drottna i trássi við lýðræðislegan viija fólksins. Með flokksræði er einnig venjulega skilið hið mikla vald — fyrst og fremst þeirra flokka, er svo að segja að staðaldri eru I ríkisstjórn — sem flokkarnir á Islandi hafa i öllu efnahagslífi landsins, hvernig þeir tengja við sig flokksmenn og fylgjend- ur með hverskonar persónulegum hagsmunabönd- um. Slíkt gerir svo flokksmönnum og fylgjendum erfiðara að rísa upp gegn flokksforystunni. Þegar þar við bætist svo sú samflétting rikisvalds, at- v:nnuvalds, bankavalds og áhrifavalds um skoðana- myndun (sjónvarp, útvarp, blöð o. s. frv.), sem einkennir þjóðfélag vort, þá sést bezt hve mikið það vald er, sem sameinað er á höndum örfárra flokksforingja. VALDAFLOKKARNIR Það er greinilegt af þessu að flokksræðið i víð- tækustu merkingu „nýtur sín“ aðelns til fulls hjá valdaflokkunum, þ.e. að segja: hjá þeim flokkum, sem hver á sinn máta eru flokkar hinnar ráðandi stéttar og þannig sjálfir hluti af ríkisvaldinu, hvort sem þeir á hverjum tíma eru i rikisstjórn eða ekki. Og þá komum við að eðli flokksræðisins og þjóðfélagslegu hlutverki þess. Hverjir eru valdaflokkarnir og hverjum þjónar flokksræði þeirra? Hér á Islandi eru það fyrst og fremst Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsókn sem eru og hafa verið valdaflokkarnir, meginstoðir valdakerfisins, sem einkennt hefur Island síðustu þrjá til fjóra áratugi- Og það þarf ekki að ræða hve samfléttaðir þessir flokkar eru ríkisvaldinu og öllu valdakerfinu. Það er jafnframt Ijóst að því meir sem lýðrétt- indi hafa verið aukin á Islandi með útvíkkun kosn- ingaréttar og réttlátari kjördæmaskipun, því meir hefur flokksræði þessara flokka vaxið, inn á við i þeim og út á við í þjóðfélagið. Það er sem foringj- 150

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.