Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 27

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 27
5 ar þeirra hafi fundið, að því meir sem fóikið fékk af lýðrétti.idum í orði stjórnarskrárlnnar, — því meiri og harðari ráðstafanir hafi þurft að gera til þess að svifta það — háttvirta kjósendur — áhrif- unum á hvað gerist — é borði stjórnmálanna. Þessir flokksforingjar annast sambandið og tcngslin við þær hagsmunaheildir er ráða, — við borgarastéttina, fésýslufólkið. Og „helmingaskipt- in” milli þeirra halda áfram, hvort sem þeir eru caman um þau i rikisstjórn eða ekki. Gildi flokksræðisins fyrir yfirstéttina felst i þvi að geta látið flokkinn gera hvað sem valdastéttinni þóknast og kemur þezt, — hverju svo sem flokkur- inn hefur lofað fyrir kosningar og þar með verið kos'nn t;l að framkvæma. Hið sterka flokksræði tryggir að flokkurinn og flokkarnir haldist sem jafn góð og trygg stoð stéttarvöldum fésýslumann- anna eftir sem áður.. Það er eftirtektarvert að bak við allt kappið um kjötkatlana og baráttuna um ríkisstjórn er samt viss samheldni þessara tveggja valdaflokka, rétt eins og þeir hafi lofað hvor öðrum að gera aldrei neitt í rikisstjórn sem sé úrslitaatriði fyrir hinn aðilann (— eða hagsmunaheildina, sem á bak við hann stendur) og þar af leiðandi hættulegt völdum fé- sýslumannanna. Eftirfarandi dæmi sýna vel hvernig flokksræði þessara valdaflokka býður þjóðinni byrginn og fót- umtreður þann vilja, er hún ótvírætt sýndi í kosn- ingum: 1) í alþingiskosningunum 1937 var kosinn vinstri meirihluti á Alþingi gegn Breiðfylkingu Ihalds og Bændaflokks, — ávöxturinn: „Þjóðstjórnin" ill- ræmda, afturhaldssamasta ríkisstjórn, sem að völd- um hefur setið á íslandi. Innstu klikum Ihalds og Framsóknar kom saman um að hafa það svona. 2) I Alþingiskosningunum 1946 var kosinn stór „nýsköpunarmeirihluti", til að halda áfram nýsköp- un sjálfstæðs atvinnulífs og standa vörð um hlut- leysi landsins. — Ávöxturinn: Afturhaldsstjórnin 1947—49, sem setti efnahagslífið undir alræði Mar- shall-„hjálpar“ og landið i hernaðarbandalag! Eða svo tekið sé dæmi af samheldninni á bak við tjöldin: I vinstri stjórninni 1956—58 fékkst Fram- sókn aldrei til að gera neitt, sem úrslitum réði um völd fésýslumanna Ihaldsins, — og þegar Fram- sókn rauf stjórnina í des. 1958, þá reiknaði hún auðsjáanlega með möguleikanum á rikisstjórn með ihaldinu, — en brást bogalistin eins og 3. okt. 1944, cr h.':n sleit samningunum um nýsköpunarstjórn og bauð samdægurs Ihaldinu tveggja flokka aftur- haldsstjórn. Flokksræðið er aðferð valdastéttarinnar til þess að stjórna þjóðmálunum i sina eigin þágu, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar til annars, máske þveröfugs, stjórna með harðri hendi, („handjárnum", aga og spillingu) en halda samt yfirskyni lýðræðisins. Undirstaða þessa fiokksræðis eru hin skipu- lögðu tök nokkurra foringja, nátengdra valdastétt- inni, á fylgjendum flokksins, — venjulega i krafti hlutdeildar flokksforustunnar í rikisstjórmnni. Fylgj- endurnir eru i krafti áróðurs og hverskonar tengsla, — ekki sizt misnotaðrar tryggðar, — beygðir til að samþykkja og hlýða svo að segja hverju sem flokkurinn gerir, — eða þótt þeir mögli, halda „tryggðinni" við flokkinn. Með slikri „útþurrkun persónuleikans" er lýðræðinu umhverft i andstæðu sína: alræði nokkurra pólitiskra valdamanna borg- arastéttarinnar I tveim flokkum, sem ýmist skiptast á eða sameinast um að halda uppi valdi borgara- stéttarinnar og njóta fríðinda rikisstjórnarsetunnar, án þess að gera hvor öðrum alvarlegan miska, þótt i andstöðu séu á yfirborði. Stefnuskrár slikra flokka og flokksforingja við kosnlngar eða lagafrumvörp þeirra flutt i stjórnarandstöðu eru þeim aðeins net til atkvæðaveiða. Þannig er undir yfirskvni lýðræð- is'ns haldið uppi hagsmunavaldi borgarastéttar, sem aðeins telur rúman tíunda hluta þjóðarinnar, yfir verkalýð og öðrum launþegum, sem eru yfir 70%, og bændum, sem eru yfir 11%. Ein afleiðingin af þessu flokksræði er að vald Alþing's sem fyrrum sjálfstæðrar stofnunar hverfur meir og meir til valdaflokkanna. Og þingmenn þeirra verða æ meir — ekki þeir raunverulegu full- trúar fólksins, kjóscndsnna, til að framkvæma vilja þe;rra og vinna að hagsmunum þeirra, — heldur yfirboðarar, drottnendur fólksins; einskonar tennur i valdahjólinu. Þessi tilhneiging, hnignun þingræðis- ins, hefur verið áberandi í þróun siðustu áratuga. Þingmenn valdaflokkanna umhverfast í einskonar umboðsmenn flokksvaldsins, þ.e. valdastéttarinnar, til þess að halda fólkinu i skefjum. Og þessu sam- ferða verður tilhneiging til þess að láta flokksvaldið og sjálft rik’svaldið falla saman, sbr. t.d. tilraun’r forystu Sjálfstæðisflokksins til þess að láta sýslu- mann og þingmann vera einn og sama mann'nn og þannig er um fleiri valdaembætti. öllu þessu er þjóðin að mótmæla i forsetakosn- ingunum, vafalaust óbeint, frekar í krafti undirvit- undar en vitandi vits. Hún er að njóta þess að vera 151

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.