Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 21

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 21
skoðanahópar: annars vegar þeir, sem vildu „viðhalda sósíalismanum” og áttu þar við núverandi efnahagsgrundvöll, en endurbæta hann með nýtízkulegri skipulagsaðferðum, svo og hefðbundnum lýðræðisformum, sem þeir töldu sumpart að ættu jafnvel við í öll- um nútíma iðnaðarþjóðfélögum, sumpart að gætu notið sín til fulls einmitt í sósíalísku þjóðfélagi. Hins vegar voru þeir, sem lögðu áherzlu á, að sósíalisminn sjálfur hefði hvergi nærri tæmt möguleika sína og verkefnið væri frekar að þróa hann til fulls, samkvæmt klass- ískum marxískum hugmyndum, en að taka einstök atriði að láni úr annars konar þjóð- félagssamhengi. Þessi síðari skoðanahópur var þjóðfélagslega allt annað en einlitur: þar var t.d. um að ræða menntamenn, sem sóttu hugmyndir sínar til Isaacs Deutschers og Her- berts Marcuse. Tékkóslóvakía var fyrsta sósíalíska landið, þar sem verk Deutschers birtust á prenti, og ekki átti að láta þar við sitja, heldur var fyrirhugað að gefa út höfuð- rit Trotskís á næsta ári. Þetta vakti að sjálf- sögðu mikla reiði í Sovétríkjunum og var talið með höfuðsyndum Tékka. Miklu mikilvægari en framlag einstakra menntamanna var þó þáttur verkalýðssam- takanna. Sú hugmynd er nokkuð algeng með- al vinstri manna t.d. í Vestur-Evrópu, að verkalýðsstéttin hafi verið afskiptalítill áhorf- andi að breytingunum í Tékkóslóvakíu. Þetta var að vísu rétt fyrstu 2—3 mánuðina, en síðan verður liér mikil breyting á. Verkalýðs- stéttin og samtök hennar fóru að taka virkan þátt í framkvæmd umbótanna og setja fram sína eigin stefnu. Þetta kom ljóst fram í tékk- ner-kum blöðum, en öllum þeim, sem komu til Tékkóslóvakíu síðustu mánuðina fyrir inn- rásina, ber einnig saman um þetta atriði. I marz var slcipt um menn í forystu verka- lýðssamtakanna, en það var þó ekki liin nýja forysta, sem mesta framtakssemi sýndi, held- ur voru það sumpart einstök verkalýðsfélög (t.d. járnbrautarstarfsmenn), sumpart mál- gagn samtakanna, dagblaðið Práce (það er engin tilviljun, að Pravda nafngreinir það meðal þeirra blaða, sem sökuð eru um að hafa grafið undan sósíalismanum í Tékkó- slóvakíu). Það tók upp baráttu fyrir endur- skoðun nýja áætlunarkerfisins í þá átt, að verkamenn fengju meiri hlutdeild í stjórn 145

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.