Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 40

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 40
RITSJA Ru!h Worner: Olga Benario. Dle Geschichte eines tapferen Lebens. Buchgemeinschaft der Freien Deutschen Jugend im Ver- lag Neues Leben. Berlín. Þessi ævicaga Olgu Benario, sem minnzt var á í 3. hefti Rettar, er ágætlega sögð og gefur góða mynd af þeirri glæsilegu og fögru konu og framúrskarandi kommún- ista sem Olga Benario var. Hún var fædd i Munchen 12. febr. 1908, dóttir frægs sósíaldemokratisks lögfræðings, gerðist ung virkur kommúnisti í æskulýðssamtökum þeirra, fluttist siðan til Berlínar og varð þar framarlega í baráttunni, unz hún, — eftir að hafa ásamt öðrum frelsað félaga sinn og vin úr fangelsi með árás á dýflissuna, er þá vakti mikla athygli — varð að fara úr landi 1928, og fór til Moskvu. Vann hún þar í Alþjóða- æckulýössambandinu unz hún 1935 fór með Prestes, er hún gift- ist, til Brasilíu og vann bar á lau.n með honum, unz bæði lentu i höndum fasistanna þar — og Olga var framseld þýzku nazistunum, er myrtu hana í gasofnum 1942. Áður var cagt frá dóttur hennar og Prestos, Anitu, er hún eignaðist í fangelsinu. Henni tókst að bjarga úr fangelsinu og ólst hún u?p hjá móður Prestesar i Mexikó. Ævisaga þessi er verulega skemmtilega skrifuð, með miklum tilþrifum og af tinfinningahita. Höf- undurinn Ruth Werner er eldri kona. Hún gekk ung, 17 ára, i Samband ungra kommúnista i Þýzkalandi, vann á laun gegn fas- ismanum á valdatímabili Hitlers, varð að flýja land og dvaldi þá víða, m. a. í Kína. Hún kynntist Olgu þegar þær störfuðu saman í Berlín og hefur safnað miklu efni með aðstoð vina Olgu og félaga. Gerir hún þetta efni svo lifandi og óhrifarikt að sagan er aflestrar sem ágæt skáldsaga, en er í raun- inni hetjusaga, sem á erindi til allra, sem vinna i sósíalistiskri verklýðshreyfingu nútímans. Karl Marx. Eine Biographie. Dietz Verlag. Berlín 1967. Margar bækur um Karl Marx og marxismann hafa bætzt við þann aragrúa, er fyrir var, á þessu ári 150 ára afmælis hans. Þessi bók er 444 síður með mörgum mynd- um, er samin af Heinrich Gemkow i samvinnu við ýmsa fleiri. Er þetta vel unnið verk, skiptist í sex höf- uðkafla. Góð ritsjá, æviannáll og persónuskýringar fylgja með. Er þetta ævisaga, sem óhætt er að mæla með. The Life and Teaching of Karl Marx by John Lewis. — Lawrence & Wishart. London 1965. John Lewis er heimspekingur mik:ll og einn af beztu marxistum Bretlands. Er þotta með beztu ævisögum Marx og lýsingum á kenningum hans og uppruna þeirra. Bókin er 286 síður og skiptist i þrjá höfuðkafla, að öllu leyti hin vandaðasta að vinnu og frágangi. Bókin hefst á þessari tilvitnun í einn af þeim rithöfundum núlif- andi, sem er einhver harðvitugasti andstæðingur marxismans, Dr. Leopold Schwarzschild, en hann segir í bók sinni ,,The Red Prussi- an" (Rauði Prússinn) eftirfarandi: ,,Ef gefa ætti því tímabili, sem við lifum á, eitthvert nafn, mættum við vissulega kalla það Marx-öldina". (,,lf a name had to be found for the age in which we live, we might safely call it the Marxian era"). Það er ef til vill fátt, sem sýnir betur nesjamennsku íslenzkrar borgarastéttar og blaða hennar og borgaralegs menntalýðs, en þekk- ingarleysi þessara aðila, kæruleysi og skeytingarleysi um Marx og marxismann, sem gengur svo langt að tala jafnvel um þær kenningar sem úreltar og einskis virði fyrir samtímann. En aldrei hefur ein- mitt hinn vestræni heimur rætt Marx og marxismann, eins og hann gerir nú, bandarískir háskól- ar sízt undanþegnir. Þessi bók John Lewis er hin ágætasta fyrir þá, sem lesa enska tungu og vilja kynna sér Marx og marxismann. Hún er að vísu nokk- uð þung eins og slíkar bækur, er kryfja til mergjar erfiðustu vanda- mál nútímans óhjákvæmilega verða, — en hún á erindi til allra, sem skilja vilja aðalstefnu okkar tíma. 164

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.