Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 37

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 37
manns á degi hverjum í Biafra. Til þess að bjarga þessum átta miljónum Ibosa þyrfm að berast hingað daglega 300 tonn af matvælum í nokkra mánuði, en við fáum ekki nema 10 tonn á viku. Stríðið hefur þegar kostað yfir eina miljón manna lífið, og ef umheimurinn aðhefst ekki eitthvað á stundinni fellur önnur miljón í valinn innan mánaðar .... Hér er verið að fremja óheyrilegan glæp — þjóðar- morð". Við þjóðarmorðið í Víetnam hefur nú bætzt annað — þjóðarmorðið í Biafra. Orsakir þessa skelfilega hildarleiks eru æði flóknar. Sumpart má rekja þær til arf- Jeifðar nýlendustefnunnar, sumpart til íhlut- unar stórveldanna. Nígería er fjölmennasta (telur um 35 milj- ónir íbúa) og jafnframt auðugasta landið í Afríku. Sem ríki er það búið til af brezku nýlendustjórninni sem hugðist, með stofnun þess, safna öllum þjóðflokkunum meðfram Nígerfljóti og óshólmum þess undir veldi sitt. Þannig varð til árið 1954, sambandsríkið Nígería sem hlaut sjálfstæði 1. október 1960. Samkvæmt stjórnarskránni var landinu skipt í þrjá meginhluta, sem voru þó mjög mismunandi að stærð: — Austurhluta, sem einkum var byggður Ibosaþjóðflokknum (9 miljónir af 14); — Vesturhluta þar sem Yorubasþjóðflokkurinn var fjölmennasmr, skyldur íbúum Dahomey sem er grannríki Nígeríu að vestan; — Norðurhluta sem náði yfir 44 hluta landsins og byggður var ýmsum þjóðflokkum, einkum Haússas. Höfuðborg hans var Kaduna. Strax og landið hlaut sjálfstæði komu and- stæðurnar milli norðurs og austurs fram í ill- deilum og flokkadrátmm. Norðanmenn (Ha- ússas) eru Múhameðstrúar, upphaflega komn- ir frá savannalöndunum í norðri — reikulir hjarðmenn og herskáir landvinningamenn sem létu ekki staðar numið í sókn sinni suð- ur á bóginn fyrr en á 19- öld, þegar tsetse- flugan hefti framrás þeirra til Gineaflóa. Síðan höfðu þeir tekið sér bólfestu og lum stjórn voldugra ættarhöfðingja, emíra. I krafti fjölmennis síns tryggðu norðanmenn sér pólitískt forræði í sambandsríkinu, höfðu meirihluta á þingi þess og í ríkisstjórn. Ibosar og Yorubasar undu yfirdrottnun þeirra þeim mun verr sem þeir voru framtakssamari og betur menntaðir; höfðu margir þeirra notið góðs af trúboðs- og fræðslustarfi kaþólskra og mótmælenda frá aldamómm. Þannig voru um 60% allra embættismanna í stjórnar- kerfinu og liðsforingjar í hernum af Ibosa- kyni. I janúar 1966 gerðu liðsforingjar, einkum Ibosar, uppreisn gegn ríkisstjórn norðan- manna sem farið hafði með völdin í sex ár og þótti bæði spillt og dáðlítil. Forsætisráð- herrann og ýmsir aðrir æðstu ráðamenn lands- ins voru myrtir. Stjórnlagarofið leiddi til þess að sambandsþingið fól yfirmanni herráðsins, Aguiry-Ironsi, alræðisvöld* í hendur, og var hann þó af Ibosaætt. Ironsi setti á laggirnar herstjórn og hóf sjálfur að framkvæma stefnu uppreisnarmanna, s.s. með því að hreinsa til í landsstjórninni. Afdrifaríkust reyndist þó sú ráðagerð hans að nema úr gildi sambands- stjórnarkerfið og stofna sameinað ríki, með öflugu miðstjórnarvaldi. Tilskipun þess efnis var gefin út í maí 1966. Þessurn úrskurði vildu hinir ráðríku og hefðbundnu emírar norðanmanna ekki hlíta; þeir blésu til upp- reisnar gegn Ibosayfirmönnum sem voru ó- spart myrtir sumarið og haustið 196% þ. á m. sjálfur Ironsi. I kjölfar þessara ótíðinda sigldi mikil ring- ulreið. Fullmektugur hennar Hátignar Breta- drottningar hagnýtti sér hana til þess að leiða áður óþekktan ofursta, Jacob Gowan, sem er af ætt einna hinna minni þjóðflokka vestur- hlutans og játast kristinni trú, fram á sjónar- 161

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.