Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 31

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 31
Hreinskilni „Það er oft auðveldara að berj- ast fyrir hugsjónum en að lifa samkvæmt þeirn." Adlai Stevenson, 27. ág. 1952. Úr starfsskrá „Kommúnistaflokkurinn byggir á stuðningi manna af frjálsum vilja. Hann framkvæmir ekki forystuhlut- verk sitt með þvi að drottna yfir þjóðfélaglnu, heldur með því að þjóna af mestri tryggð frjálsri þró- un, framfarasinnaðri og sósíalist- ískri. Flokkurinn þvingar menn ekki til að hlíta leiðsögn sinni, heldur verður hann alltaf að vinna sér forystutraust að nýju með verkum sínum. Stefna hans kemst ekki fram með fyrirskipunum, heldur aðeins með starfi flokksfé- laganna og fyrir sannleika hug- sjóna flokksins." Starfsskrá Kommúnistaflokks Tékkóslóvakíu, samþykkt á miðstjórnarfundi 5. april 1968. „Við gerum ekki þær ráðstaf- anir, sem hér er á minnzt, vegna þess að við séum í nokkru máli að víkja frá hugsjónum okkar, — og enn siður til þess að vikja fyrir andstæðingnum. Þvert á móti: Við erum sannfærð um að þessar ráðstafanir munu hjálpa okkur til þess að losna undan byrði, sem árum saman gerði andstæðingum okkar auðveldara fyrir, vegna þess að hún hindraði áhrif hinna sósial- istisku hugsjóna og lamaði að- dráttarafl hins sósíalistíska for- dæmis. Við viljum á föstum grund- velli lands vors magna ný regin- öfl sósíalistísks lifs, sem gera and- stæðurnar milli þjóðfélagskerf- anna og heimsskoðananna miklu áhrifameiri og gera kleift að sýna yfirburði sósíalismans í enn fyllra mæli." Starfsskrá Kommúnistaflokks Tékkóslóvakiu, samþykkt á miðstjórnarfundi 5. apríl 1968. „Það er ekkert afl til, sem stenst gegn þjóð, sem veit hvað hún vlll, og kann að nálgast tak- mark sitt." Lokaorð starfsskrár Kommún- istaflokks Tékkóslóvakiu, samþykkt á miðstjórnarfundi 5. april 1968. Endurlífgun „Sósíalisminn á Vesturlöndum*) þarf nauðsynlega að losa sig við tengslin við kapítalismann og reyna að ná samstarfi við bylt- ingarhreyfingar vanþróuðu land- anna. Það er hans hagur að brjóta niður skilrúmin milli austurs og vesturs og ná samstarfi við Sov- étrikin og Kína um stefnu, sem felur i sér samvinnu um heimsþró- unina........ Ég vil sjá sósíalista heimsins vinna saman bæði I sameiginlegri baráttu gegn auðvaldsskipulaginu og heimsvaldastefnunni og gegn leifum aðalsdrottnunar og her- valds sem og í frjálsu og nánu samstarfi um þróun sósíallstiskra hugmynda og sósíalistiskrar stefnu. Sósíalismi i sinni kommún- istisku mynd, hefur stigið risaskref fram á við í heiminum síðan í rússnesku byltingunni 1917, og hann stigur stór skref nú. Lýðræð- islegur sósíalismi hefur lika stigið stór skref fram á við, einkum I Stóra-Bretlandi og Skandinavíu; en í þessum löndum virðist hann *) Cole á hér við „non-communist- Socialism", m. ö. orðum sósíal- isma sósialdemókrata. ekki vita hvað eigi að gera næst, og í hinum vestræna heimi sem heild virðist hann sitja fastur og vera engu nær því að ná meiri- hluta þjóðarinnar en hann var fyrir einni kynslóð. Meira að segja, jafnvel i Stóra-Bretlandi er hann fastur i kalda stríðinu, sem gerir hann að bandamanni ameriska kapitalismans gegn hinum komm- inistiska hluta heimsins og þannig er hann bæði hindraður i framför- um á sviði félagslegrar velferðar vegna vigbúnaðareyðslu og hend- ur hans bundnar í baráttu fyrir sósíalisma af ótta við að fá al- menningsálitið í Bandarikjunum upp á móti sér........ Fyrsta verkefni sósíalista i Vest- ur-Evrópu er að hrista af sér klaka- fjötra kalda striðsins og að gera sitt bezta til að koma á vinsam- legum tengslum og viðskiptum við kommúnista-löndin. Næsta verk- efnið er að endurlifga sósíalism- ann, svo að hann öðlist sterkara aðdráttarafl fyrir alþýðu manna sem örugg aðferð til þess að binda endi á stéttadrottnun og efnahagslegt arðrán, og reka þannig af sér slyðruorðið: sigra óvinina, sem þrífast og dafna á augljósum skorti hans á vilja til þess að framkvæma sinar eigin kenningar . . ..“ G. D. H. Cole, aðalhugsuður sósíaldemókrata í greininni „World Socialism Restated" í The New Statesman". — London 1957. 155

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.