Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 5

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 5
Tvennt annað mun og að nokkru hafa haft sín áhrif. Annað er að sá þjóðlegi metnaður, sem eðlilega hefur aukÍ2t hjá rússnesku þjóðinni við brautryðjendastarf hennar fyrir sósíalism- ann sem og við þau frægðarverk, er hún vinnur í styrjöldinni við fasismann, umhverf- ist hjá vissum valdamönnum hennar í stór- þjóðahroka, sem veldur því að þeir halda sig geta sagt öðrum þjóðum og flokkum annarra þjóða fyrir verkum. Og vilji slíkir flokkar og slíkar þjóðir ekki hlýða, þá verði að beita þá valdi. Hitt er að lýðræði innan flokksins hefur verið alltof lítið, raunverulegar frjálsar um- ræður hafa fyrst og fremst verið á hinum hæstu stöðum og umburðarlyndi um skoðanir hefur verið illa séð. Vissulega var hinn sterki agi flokksins ómissandi á tímum fasisma og styrjaldar, en hann hefur nú markað allt líf flokksins svo til óheilla hefur dregið — og segir það nú til sín í afstöðunni út á við. Dérshimorda fótumtreður Lenín? Hefur ekki Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna verið varaður við hættunni af þessum fyrirbrigðum? Lenín, sem alltaf var á verði gagnvart slík- um hættum, varð strax var við þessar hættur á fyrstu fimm árum Sovétstjórnarinnar og varaði við þeim með hinum sterkustu orðum. Hvað segir Lenín, þegar hann er að ræða um það að tryggja rétt hinna einstöku þjóða hins forna rússneska keisaraveldis til að fara út úr sovétsambandinu? (Og Tékkóslóvakía er þó vissulega sjálfstætt sósíalistískt ríki, sem er ekki i sovétsambandinu). Lenín segir, — í athugasemdum sínum um þjóðernismálið eða „sjálfstjórnarmálið'' (30. des. 1922): „Undir þessum kringumstœðum er það al- veg eðlilegt að „frelsið til úrgöngu úr sam- bandinu”, sem við réttlcetum okkur með, verði eins og verðlaust pappírsblað, sem er alveg ófcert um að vernda þá íbúa Rússlands, sem ekki eru Rússar, fyrir innrás þessa ekta Rússa, þess stórrússneska þjóðrembingsþrjóts, já raunverulega þess fants og ofbeldisseggs, sem hinn venjulegi rússneski embcettismaður er. Það er enginn efi að hin hverfandi smáa hlutfallstala sovézkra verkamanna mun drukkna í þessu hafi hins stórrússneska þjóð- rembingspakks eins og fluga í mjólk.” Og Lenín spyr á sama stað: „... Höfum við gert af ncegri umhyggju ráðstafanir, til þess að vernda raunverulega þá, sem ekki eru Rússar fyrir þessum ekta rússneska Dórshimorda?* Eg held við höfum ekki gert þessar ráðstafanir, þó við hefðum getað gert þær og átt að gera þær.” Og Lenín sveigir um leið að Stalín fyrir hatur hans á „Sozíalnationalismus" (einskon- ar sósíalistískri þjóðernisstefnu) og varar við slíku hatri. Og hverju kennir Lenín um að þessi ranga afstaða geti komið upp? Því að „við höfum í rauninni yfirtekið gamla tækið (— hann á við ríkisvaldið sem tæki. E.O.) frá keisaran- um og burgeisastéttinni.” (Athugasemdir hans 26. des. 1922) og „borið á það dálitla sovétolíu" (Athugasemdir 30. des. 1922). Og hann leggur gífurlega áherzlu á hvílík nauð- syn sé að endurbæta þetta „apparat". Og síð- an leggur Lenín alveg sérstaka áherzlu á hve varlega einmitt stórþjóðir verði að fara gagn- vart þeim smærri (sbr. athugasemdir hans ritaðar 31. des. 1922) og segir: „Þessvegna er í þessu tilfelli betra að láta of mikið undan smáþjóðinni eða koma of * Dérshimorda er heitið á ruddalegum lögregluþjóni í leikriti Gogols ,,Endurskoðandinn<‘. Orðið þýðir eigin- lega: ,,haltu-kjafti“. 129

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.