Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 39

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 39
menn stýra, hefur rignt sprengjum yfir svelt- andi borgara Biafra. Stríðið í Nígeríu er blóðskattur sem íbúar landsins mega gjalda hinu „svarta gulli" olíu- hringanna og valdastreitu stórveldanna. Með- an þessir aðilar fara sínu fram, bíður mann- kynið eftir því, án þess að hafast að, að skozki trúboðinn skýri næsta fréttamanni frá því að spá sín hafi reynzt rétt: önnur miljón Biafra- manna hafi dáið drottni sínum í árúst og september. ZAMBIA OG TANZANIA Fasistastjórnin í Suður-Afríku á nú við vaxandi mótspyrnu að etja. Skæruhernaður er hafinn í landinu. En stjórnin hyggst geta haldið við alræði 3 miljónar hvítra manna yfir 15 miljónum manna, sem sviptir eru mannréttindum. En það mun þeim reynast erfitt, er stundir líða fram og sókn hinna undirokuðu harðnar. Einn liður í kúgunarherferð hvítu yfirstétt- arinnar er í krafti auðs síns að ná tökum á löndunum í kring, svo og í þeim nýjum smá- ríkjum, eins og Basutalandi, Lesotho og Zwazilandi, sem umkringd eru af Suður- Afríku. Hefur fasistastjórninni t.d. tekizt að ná tökum á Malawi, sem áður hét Njassa- land, og hefur forsætisráðherra þess, Banda, reynzt henni leiðitamur. En það eru tvö nágrannaríki þar sem for- ystumennirnir standa eins og hetjur á verði gegn ágangi hvím fasistanna: Þessi ríki eru: Zambía, sem áður hét Norður-Rhodesía, en þar er Kaunda forseti, og Tanzanía, áður Tanganyaka og Zansibar, en þar er Nyere forseti. Hafa þessir þjóðarleiðtogar í ræðu og riti afhjúpað kúgunina í Suður-Afríku og í verki unnið vel að því að varðveita þjóðir sínar gegn ágangi fasistanna. En ágangur Suður-Afríku er mikill og hverskonar brögðum og glæpum beitt að bandarískum hætti. Samsæri hafa verið gerð til þess að reyna að drepa þessa forseta eða steypa þeim af stóli. Hverskonar múmm og skemmdarverkum er beitt til þess að reyna að eyðileggja uppbyggingarstarfið. — En ekkert af þessu hefur tekizt enn þá. Tímarit hins bannaða Kommúnistaflokks Suður-Afríku, „The African Communist", segir mjög vel frá þessari hörðu baráttu í 3. hefti yfirstandandi árgangs og fleira er þar að finna um hina hetjulegu frelsisbaráttu, sem háð er í Suður- Afríku við hinar erfiðustu aðstæður. 163

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.