Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 18

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 18
sósíalisma, sem orðið gæti fyrirmynd háþró- uðum löndum. Tímabilið 1948—1968 verð- ur ekki þurrkað út úr sögunni í einu vetfangi, heldur skilur það eftir sig djúp og varanleg ummerki á öllum þjóðfélagssviðum, og hið sögulega tækifæri, sem tékkneski kommún- istaflokkurinn glataði 1948, gefst aldrei aft- ur í óskertri mynd. Hver var þá þýðing atburðanna í Tékkó- slóvakíu? I sem stytztu máli sagt: þeir voru fyrsta meiriháttar prófraunin á möguleika hinna hálf-sósíalísku þjóðfélaga í Austur- Evrópu til að brjótast út úr ógöngum nú- verandi stjórnarkerfis, sem venja er orðin að kenna við skrifstofuvald, og byggja upp hið pólitíska og félagslega lýðræði, sem sam- kvæmt hugmyndum marxista er óaðskiljan- legur þáttur hins sósíalíska þjóðfélags. I Tékkóslóvakíu fékkst þannig fyrsta vísbend- ingin um, hvernig er umhorfs og hvaða þjóð- félagsöfl og skoðanahópar koma fram í dags- ljósið í þjóðfélagi, sem náð hefur fyrsta á- fanganum í þessari þróun. I fljótu bragði kann að virðast undarlegt, að þetta skyldi gerast einmitt í Tékkósló- vakíu, þar sem stjórnarkerfið hafði lengi vel virzt einna fastast í sessi og forystan hafði meðal annars staðið af sér árið 1956 án telj- andi áfalla. Starfsaðferðir skrifstofuvaldsins voru að vísu í enn meiri mótsögn við þjóð- félagsaðstæðurnar í Tékkóslóvakíu en annars staðar, en á hinn bóginn var pólitískur grund- völlur þess sterkari þar, meðan það gat notað sér fjöldafylgi kommúnistaflokksins og hina sterku aðstöðu hans í verkalýðshreyfingunni. Þannig hélt það ótrúlega lengi völdum sínum óskermm, en aðeins með þeim árangri að koma öllu þjóðfélaginu í slíkar ógöngur, að engar minni háttar lagfæringar dugðu lengur, heldur varð að breyta algjörlega um stefnu og starfshætti. Þetta kom skýrast fram á tveim sviðum: í fyrsta lagi byrjaði frá og með árinu 1963 alvarlegri efnahagskreppa en þekkzt hefur til þessa í nokkru öðru Austur-Evrópu- landi, og í öðru lagi hafði flokksforystan að vísu orðið að slaka nokkuð til í menningar- málum eftir 1960, en ætlaði greinilega ekki að sætta sig við það til frambúðar og reyndi haustið 1967 að hefja gagnsókn, með skjót- um og óvæntum afleiðingum. Stjórnarhættir stalínismans eru hvorki til þess fallnir að auka aðdráttarafl sósíalískra hugmynda fyrir almenning, né heldur leyfa þeir þeim öflum að þroskast óhindrað, sem haft gætu frumkvæði um uppbyggingu sósíal- ísks lýðræðis. Þegar þess er gætt, er nánast furðulegt, hve styrkur andsósíalískra afla reyndist lítill í Tékkóslóvakíu. Þau voru vissulega til, en skorti traustan þjóðfélags- grundvöll, skipuleg samtök og ákveðna stefnuskrá — og þar með alla möguleika til að hafa veruleg áhrif á rás atburðanna. En þótt við getum slegið því föstu, að breytingarnar í Tékkóslóvakíu hafi sem heiid verið skref í átt til sósíalisma og nauðsyn- legur áfangi í þjóðfélagsþróuninni, eftir að unnizt hafði fyrsti sigurinn yfir skrifstofu- valdinu, þýðir það ekki, að allar einstakar ráðstafanir, sem gerðar voru, hafi verið sósí- alískar í sama mæli. Ymsar þeirra hlutu óumdeilanlega að ýta undir borgaraleg við- horf og auka þjóðfélagsleg áhrif þeirra. En hér ber að gera skýran greinarmun á tveim ólíkum hlutum: annars vegar andsósíalískum, gagnbyltingarsinnuðum öflum, sem hafa beinlínis endurreisn kapítalískra þjóðfélags- hátta að markmiði, og hins vegar tímabundn- um breytingum, sem að vísu fela í sér aukin borgaraleg áhrif, en án þess þó að sjálfum þjóðfélagsgrundvellinum stafi bein hætta af- Af hinu fyrrnefnda stafaði, eins og fyrr var sagt, engin teljandi hætta í Tékkóslóvakíu; hið síðarnefnda var að vísu (og það virðist óhjákvæmilegt í þjóðfélagi, sem er að stíga 142

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.