Réttur


Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 28

Réttur - 01.08.1968, Blaðsíða 28
e:nu sinni frjáls af flokksræðinu, valdatæki valda- stéttarinnar, — þótt ekki sé nema um örstutt skeið. En þegar hún hefur einu sinni varpað þessu fargi af sér — og fundið hvað hún er sterk, — þá er ekki að vita að hún láti smeigja á sig fjötrunum á ný. Það er hinn mikli máttur, sem í lýðræði felst, — að þótt það sé misnotað og haft að yfirskyni til illra verka af hálfu valdastéttar, þá getur fólkið, fjöldinn, hvenær sem hann vaknar til meðvitundar um vald sitt, gerbreytt öllu i eigin þágu. FLOKKSRÆÐI OG FJOLMIÐLUNARTÆKIN Flokksræðið er alþjóðlegt vandamál og síður en svo bundið við auðvaldslöndin e;n. Og það er sér- kennandi einmitt fyrir visst þróunarskeið þessarar aldar. En hér heima I fámenninu fléttast flokksræð- ið, áhrifaíækin og sjálft rikisvaldið saman í ríkara mæli en hjá stærri þjóðum. Dagblöð, sjónvarp, út- varp, — allt verður þetta, ekki sízt hið ríkisrekna, að beinum áhrifatækjum, þar sem skoðanir ríkjandi státtar drottna. Rikisvaldið sem ofbeldis- og kúgun- artæki (her, lögregla etc.) er hér veikt sem valda- tæki yfirstétíar, en hin ríkisreknu áhrifatæki þvi sterkari, svo ekki sé talað um hið mikla gildi rik's- bankanna og annars ríkisreksturs fyrir yfirstéttina, eins og valdahlutföllin eru nú. Og einmitt vegna þess hve rikisvaldið sem kúgunartæki er veikt, er þörfin því meiri fyrir yfirstéttina að valda sig því þetur með flokksræðinu og áhrifatækjunum, t.l þess að festa þannig yfirráð sín. Samruni flokks- ræðis og fjölmiðlunartækja í þágu yfirstéttarinnar verður þannig hið skipulagða áhrifavald borgara- stéttarinnar á almenning til þess að tengja hann valdakerfi sínu, — énetja hann í köngulóarvef valdhafanna, — og beita svo vægðarlaust skoðana- kúgun, ef mcð þarf. Útjlokunin ó áhrifum verka- lýðssamtakanna á sjónvarp og útvarp 1. maí er litið en alveg tóknrænt dæmi um þá skoðanakúgun. Á árunum 1942—46 var nokkuð gert að því að hleypa skoöunum verkalýðssamtakanna I útvarpið, en efílr að amerlsku áhrifin jukust á tímum kalda stríðsins, var gerbreytt um. Væri hinsvegar eitthvert raunverulegt lýðræði I þessum efnum, kæmu ræður verkamanna á slíkum dögum I útvarpi. En þó er þetta um 1. maí aðeins lítið sýnishorn. Reglan er s 'i að þessi fjölmiðlunartæki séu beinlínis borgaraleg éróðurstæki. Eftirtektarvert er t.d. hve gerbreytt áctandið er frá áratugnum 1930—40, hvað útlendar fréttir snertir. Þá tók útvarpið yfirleitt lýðræðislega afstöðu gegn fasismanum. Nú er það beinlínis áróðurstæki fyrir bandarisku heimsvaldastefnuna. Þannig hefur á öllum sviðum hið samfléttaða á- hrifavald flokksræðis og fjölmiðlunartækja orðið æ harðvítugra þjóðfélagslegt valdatæki borgara- stéttarinnar því lengra sem hefur liðið. VARNAGLI Það, sem hér hefur verið um flokksræði sagt á fyrst og fremst við um okkar eigið land. Og kröf- urnar, sem gerðar eru til þess að breyta þessu ástandi, miðast fyrst og fremst við það, að hér er hægt að koma á fullkomnara lýðræði en annars- staðar vegna okkar fámennis og vegna þjóðarerfða vorra. Þróun flokksveldis í hinum stærri auðvaldsríkj- um er að vissu leyti skylt fyrirbrigði því sem gerist I efnahagsundirstöðu þjóðfélagsins: auðhringaþró- uninni, — sem og þvi sem gerist með uppkomu og þróun hinna fullkomnu fjölmiðlunartækja: sjón- varps, útvarps, dagblaða, kvikmynda, sem að eðli ti! eru öll túlkun hinna fáu til hinna mörgu. öll þró- un þessara auðvaldsrikja er því raunverulega I átt- ina frá lýðræði til fámennisstjórnar, sem hefur á sér yfirskyn lýðræðis, en afneitar í verki eðli þess. Flokkaskipulag Bandaríkjanna sýnir þetta á há- punkti, en hitt verða menn að muna að í yfirgnæf- andi meirihluta þeirra rikja, sem auðvaldið ræður, er ekki einu sinni lýðræði að nafni til, heldur ein- ræðisstjórnir, sem styðjast við her, svo sem í meginhluta hinnar rómönsku Ameríku. Flokkamyndun og félagaskipulag verkalýðs i þró- uðum auðvaldslöndum var svarið við hinni voldugu ríkisvél og áhrifatækjum auðvaldsins. Það var eina von alþýðu til að sigra, að hún gæti þó með full- komnu, sterku skipulagi á stéttabaráttu sinni orðið yfirsterkari því auðvaldi, sem hafði her og lögreglu ó að skipa auk alls annars. Þróun flokksskipulags verklýðshreyfingarinnar erlendis, þ. á m. í sósíal- istísku ríkjunum er ekki verkefni þessarar greinar. Vandamál flokksræðisins eru alþjóðleg. Þau eru ekki síður alvarleg í þeim löndum þar, sem ein- menningskjördæmi eru, eins og Englandí, en þar sem hlutfallskosningar eru. (Það er gott fyrir þá, sem af alvöru vilja hugsa um þessi mál að lesa bók eins bezta og viðurkenndasta sagnfræðings Breta, G. Barraclough: ,,An introduction to con- temporary history". Þar lýsir hann uppkomu „fiokka-rikisins" og hnignun þingvalds 19. aldar- 152

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.