Réttur


Réttur - 01.08.1968, Side 22

Réttur - 01.08.1968, Side 22
fyrirtækjanna og stofnuð yrðu í þeim tilgangi verkamannaráð. I umræðum um þetta komu fram mjög mismunandi skoðanir, allt frá þeim róttækustu, sem vildu algjöra sjálf- stjórn verkamanna á fyrirtækjunum, til þeirra sem vildu að aðalvaldið yrði eftir sem áður í höndum forstjóranna en verkamannaráðin hefðu aðeins ráðgefandi hlutverk. Lög um stofnun verkamannaráða (sem reyndar voru áður farin að spretta upp sjálf- krafa) voru sett í júlí, en verksvið þeirra var enn ekki nákvæmlega ákveðið; allt bendir til, að í ríkisstjórninni hafi þeir orðið ofan á, sem vildu hafa það mismunandi eftir fram- leiðslugreinum. Að síðustu er rétt að drepa á eitt merkilegt framlag verkalýðshreyfingarinnar: verka- menn í Ostrava stofnuðu í vor s.k. „verka- mannanefndir til varnar prentfrelsi”, sem síð- ar breiddust út til annarra landshluta. Þetta var svar verkamanna við þeim áróðri, sem nokkuð bar á hjá íhaldssamari hluta komm- únistaflokksins: að verkamenn og mennta- menn ættu ólíkra hagsmuna að gæta og verkamönnum kæmi t.d. ekkert við barátta rithöfunda fyrir auknu menningarlegu frelsi. Hér hefur verið reynt að rekja höfuðdrætt- ina í þeim sögulegu atburðum, sem gerðust s.l. misseri í Tékkóslóvakíu. Að lokum er þá rétt að spyrja þeirrar spurningar, hvort eitt- hvað af nýbreytninni geti e.t.v. lifað af of- beldisaðgerðir Sovétstjórnarinnar, eða hvort allt sé glatað. Hér virðist því miður ekki mikil ástæða til bjartsýni. Eins og nú er málum komið, eru tveir möguleikar hugsanlegir. Annar er sá, að Rússar þjarmi meira og meira að tékk- nesku forystunni, neyði hana til að hlýð.t valdboði sínu í einu og öllu; þá líður vart á löngu þar til núverandi forysmmenn glata lýðhylli sinni og Rússar geta rutt þeim úr vegi, en sett aðra auðsveipari í staðinn. — Hinn möguleikinn er sá, að Rússar sætti sig við að núverandi forysta sitji áfram og fari sínu fram innan ákveðinna takmarka, með því skilyrði að vikið verði úr valdastöðum fulltrúum róttækasta armsins í flokknum. Þótt þessi möguleiki sé vissulega skárri af tvennu illu, eru engar líkur á að hann geti leitt til annars en endurreisnar skrifstofu- valdsins i eitthvað mannúðlegri mynd. Þær tvær forsendur, sem nauðsynlegar væru til að umbæturnar héldu sínum upprunalega krafti og næðu upprunalegu markmiði — þ.e. frjálsar opinberar umræður og óheft pólitískt framtak alþýðu manna — eru úr sögunni. Ein af þeim spurningum, sem oftast var varpað fram í Tékkóslóvakíu s.l. mánuði, var þessi: Getum við forðast það, að málalyktir verði hér hinar sömu og í Póllandi, þar sem afturhaldsöflin hafa nú náð aftur yfirhönd- inni, sumpart með tilstyrk sömu manna 03 stóðu fyrir breytingunum 1956? Tékkósló- vakía hafði öll skilyrði til að forðast þetta og halda umbótunum áfram án nokkurs aftur- kasts, en nú er það vart hugsanlegt lengur. Engin ástæða er til að efast um heiðarleik tékkneskra ráðamanna, þegar þeir segja að lög um ritskoðun og aðrar slíkar ráðstafanir sé aðeins til bráðabirgða, og haldið verði áfram á braut lýðræðislegs sósíalisma, strax og aðstæður leyfi. En það er ekki komið undir þeim einum saman, hvort þetta verður kleift, hvort þessar ráðstafanir vaxa þeim ekki yfir höfuð og setja mark sitt á þjóðfélagið allt. Til þess að hægt yrði að taka aftur upp þráð- inn, þar sem hann slitnaði 21. ágúst, þyrfti ákveðnar forsendur; sumar þeirra virðast vera fyrir hendi, en aðrar ekki. Fyrsta skil- yrðið er að sjálfsögðu pólitískur áhugi og samheldni almennings heima fyrir; hvort 146

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.